Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 4
SÉRA JÓN AUÐUNS, DÓMPRÓFASTUR: „Andi Jesú leyfði þeim það eigi." ,,Og þeir fóru um Frýgiu og Galataland, en heilagur andi varnaði þeim að tala orðið í Asíu. Og sem þeir voru komnir að Mýsíu, gjörðu þeir tilraun til að fara til Bitýníu, en andi Jesú leyföi þeim þaö eigi.“ Post. 16, 6—7. Þessi merkilega frásögn Postulasögunnar flytur sína hvítasunnuprédikun, því að hún sýnir oss, hvernig frum- kristnin lét leiðast af andanum, og hver heilagur andi var að hennar skilningi. Hér finnum vér lykilinn að leyndardóminum um frum- kristnina. Hinn ótrúlegi kraftur, sem hún var gædd, hið dæmalausa hugrekki í ofsóknum og þjáningum, hinn glæsi- legi kraftur, sem bar hana yfir risavaxna erfiðleika, — allt verður þetta oss óskiljanlegt, nema vér gerum oss ljóst, að hér var á ferðinni ný kynslóð, sem var örugg- lega sannfærð um, að hún væri á valdi æðri veruleika. Og þessi æðri veruleiki var andinn, heilagur andi, andi Jesú, sem menn fundu að var daglega að leiða þá, daglega að stjórna þeim, daglega að bera sjálfum sér vitni, ýmist með táknum og stórmerkjum, eða sem hljóðlát handleiðsla, vakin af yfirmannlegum vísdómi og kærleika. Hvar sem vér grípum niður í fullkomnustu heimildinni um sögu elztu safnaðanna, Postulasögunni, er þetta Ijóst, og hvergi ljósara en af sögu Páls postula, eins og hún er sögð þar. Enda var hann mikill vitranamaður og þess vegna opinn fyrir ójarðneskri handleiðslu og innblæstri frá æðri heimum. „EN ANDI JESO LEYFÐI ÞEIM ÞAÐ EIGI.“ Páll og félagar hans eru búnir að leggja niður fyrir sér,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.