Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 22
260 KIRKJURITIÐ Séra Guðbrandur Björnsson, prœp. hon., sjötugur. Séra Guðbrandur Björnsson fæddist á Flateyri við önund- arfjörð 15. júní 1884, en ólst upp að Miklabæ i Blönduhlið, þar sem faðir hans, séra Björn Jónsson prófastur, var alla sina embættistíð. Stúdent varð hann 1904. Fór þá til háskólans í Kaupmanna- höfn og lauk þar prófi í forspjalls- vísindum og hebresku, en hætti námi þar eftir 2 ár og varð kandi- dat í guðfræði frá Prestaskólanum 1908. Varð hann þá prestur í Við- vík í Skagafirði og síðast í ná- grannaprestakalli og sat á Hofs- ósi. Prófastur var hann hin síðari árin. Hann hefir ávallt verið hinn mesti áhugamaður í starfi sínu og prestur af heilum hug, sómi sinn- ar stéttar í öllu starfi og fram- ferði. Starfaði hann mikið í Guð- brandsdeild Prestafélags Islands og öðrum félagsskap presta og þvi, er hag kirkjunnar varðar. Kona hans er Anna Sigurðardóttir. Börn þeirra eru fimm, fjórar dætur og einn sonur. Séra GuSbrandur Björnsson. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, fimmtugur. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri Eiðaskóla, er fæddur 5. júní 1904 að Valþjófsstað, sonur séra Þórarins Þórarinssonar prests þar og konu hans, Þóreyjar Einarsdóttur. Þórarinn tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og var einn af hinum mörgu „Viginti quattuor“, er gengu í guðfræðadeild Háskólans, en þaðan varð hann kandi- dat 1928. Veturinn 1929—30 var hann erlendis til fram- haldsnáms í Þýzkalandi og Danmörku. Árið 1930 varð hann kennari Alþýðuskólans á Eiðum. 1938 var hann skipaður skólastjóri þess skóla og hefir gegnt því starfi síðan.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.