Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 11
BARÁTTUMENN 249 að líta út í augum hinna framandi þjóða. Munurinn var furðulítill. Bæn Hindúans. Margt af þessu guðsorði var að vísu meira en frambæri- tegt, það var ágætt. Sérstaklega er mér minnisstæð guðs- þjónusta, sem prófessor Mahendra Nath Sircar, kennari í heimspeki við háskóla í Calcutta, flutti í Lundúnaháskóla. Hann var lítill maður og feitur, með hljómþýða og fagra rödd, klæddur hvítum klæðum. Hófst guðsþjónustan á því, að hann lét meðhjálpara sinn tóna ævafornt helgiljóð á sanskrít, en síðan mælti hann sjálfur á enska tungu. Einkum þótti mér bænin og friðarkveðjan í niðurlagi guðs- bjónustunnar falleg, en hún var á þessa leið: Ó, ljóssins andi, nem burt vanþekking vora, svo að vér megum sannleikann skoða. Ó, lífsins andi, gæð oss ódauðleik, svo að vér megum dauðann sigra. Ó, kærleikans andi, fyll oss himneskum unaði, svo að vér megum auðsýna allri veru ástúð og vináttu. Ó, vizkunnar andi, frelsa oss af klafa girndanna, svo að vér megum vakna til æðstu þekkingar. Þú ert það. (Tattvamasi). Lýs milda Ijós fram á veginn. Friður á himni, friður í upphæðum, friður á jörðu, friður yfir vötnunum, friður yfir grösum og trjám, friður með Visve Devah, friður með Brahma, friður með öllum, friður friðarins sé með oss: Om Santi! Om Santi!! Om Santi!!! Einkum voru fyrirlestrarnir margir ágætir, og þótti toér þó ekki meira til annars koma en fyrirlesturs þess, er Radhakrishnan, kunningi minn úr lestrarsalnum, flutti, en ég varð þess þá áskynja, að hann var á þessum árum kennari í austrænum trúarbrögðum og siðfræði við Ox- fordháskóla. Var hann mælskumaður mikill og ræðuskör- ungur, auk vitsmuna sinna.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.