Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 29
FRÁ STARFI PRESTS 267 að Hvalskeri. En þó þangað væri komið, voru tveir þriðju hlutar leiðarinnar til Patreksfjarðar eftir, og myrkur þegar dottið á. Var því ekki lengra farið um kvöldið, en gist þar. Var svo haldið heim sjóleiðis næsta dag með mjólkur- flutningabáti og komið þangað síðdegis. III. En hví er ég að þreyta á að lesa svo ofurómerkilega og algenga ferðasögu, þar sem ekkert sérstakt kom fyrir og setti mann út af lagi, og veður var auk þess milt og blítt? — Fyrir þrem vikum hafði ég farið þessa sömu leið frá uiessu í Saurbæ. Þá var snjór á jörðu og skafmold, og fór dg í stórum og sterkum jeppabíl, sem flutti mjólk Rauð- sendinga yfir Skersfjall, en þaðan og úr Örlygshöfn fá Patreksfirðingar aðalmagn þeirrar mjólkur, er þeir neyta. Vegna fannkomu nóttina áður, tók mjólkurbílsstjórinn með sér 3 menn til að moka bílnum braut upp svokallaðan Bjarngötudal, sem ég tel tvímælalaust brattasta og hættu- legasta bílveg, sem ég þekki á Islandi. Áður en lagt er é aðalbrattann, þarf að fara tvívegis yfir á, sem um dal- iun fellur, og má heita, að hemlar bílsins séu óvirkir, er UPP úr vatninu kemur. Er það heldur óheppilegur undir- búningur undir að aka upp brattasta og líklega mjósta veg, sem bílvegur er kallaður á voru landi. En í það sinn þurft- Um við ekki á því að halda, að aka upp hina bröttu sneið- inga. Þegar að fjallinu kom, bilaði bíllinn í fyrsta skafli, °g þar mátti bóndinn eiga hann í heila viku, unz nýtt stykki í stað hins brotna fékkst frá Reykjavík. En bændur gáfust ekki upp, en komu mjólk sinni næsta dag með öðrum farartækjum til þeirra, er biðu hennar. En stund- hm fer það þó svo, að þeir koma ekki mjólk sinni á mark- að, og börn jafnt og aðrir, er á Patreksfirði búa, fá ekki mjólk þann eða þá dagana, er svo vill til, og er hvorugt gert að landsfréttum, hvorki erfiði né hættur framleiðenda aé óþægindi neytenda. Það er svo margt óþægilegt og erfitt hjá oss, útkjálkabörnum þessa lands, að oss finnst

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.