Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 24
Kirkjukórasöngmót í Mýraprófastsdœmi. Kirkjukórasamband Mýraprófastsdæmis hélt söngmót í Samkomuhúsi Borgarness sunnudaginn 4. apríl s.l. Á mótinu sungu 5 kirkjukórar, fyrst hver einstakur kór 3 lög og síðast allir kórarnir sameiginlega 5 lög, og var sá kór um 110 manns. Söngstjóri var Halldór Sigurðsson í Borgarnesi, og stjórnaði hann öllum lögunum á hljómleikunum, en organleikararnir léku undir til skiptis. — Leikið var oftast undir á tvö orgel- harmoníum, og lék þá Kjartan Jóhannesson frá Stóra-Núpi á annað orgelið. Kjartan hafði ferðazt á vegum Kirkjukórasamhands Islands um prófastsdæmið og kennt kórunum undir þetta mót. Organleikarar voru: Stefán Jónsson fyrir Kirkjukór Borgar- kirkju, frú Guðfinna Jónsdóttir og Þorvaldur Þorkelsson fyrir Kirkjukór Hjarðarholts- og Norðtungusóknar, Sverrir Gísla- son fyrir Kirkjukór Hvammskirkju, Guðmundur Jónsson fyrir Kirkjukór Stafholtskirkju og frú Stefanía Þorbjarnardóttir fyrir Kirkjukór Borgarness. Mikið fjölmenni var í Borgarnesi þennan dag í tilefni af mótinu, kom margt fólk úr nærsveitunum og nokkrir gestir vestan af Snæfellsnesi og úr Dalasýslu og einnig frá Reykja- vík. Veður var hið ákjósanlegasta, bjart og fagurt. Söngmótið byrjaði stundvíslega kl. 2, með því að prófastur- inn, séra Bergur Björnsson, flutti ávarp og las upp kveðju- skeyti frá biskupi landsins. — Einnig kom skeyti frá séra Jóni Guðjónssyni sóknarpresti á Akranesi. Síðan hófst söngurinn, sem stóð yfir í 2 tíma. -—■ 1 lok hljómleikanna flutti söngmálastjóri ávarp, og einnig hélt sókn- arpresturinn, séra Leó Júlíusson, stutta ræðu. Á eftir hljómleikunum bauð hreppsnefnd Borgarhrepps upp á rausnarlegar veitingar og sátu það boð mikið á annað hundrað manns.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.