Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 13
BARÁTTUMENN 251 á tnáarbrögðum beggja. Sjálfur er hann að vísu mjög trú- hneigður og aðhyllist hina andlegu skýringu á eðli lífsins, en er hafinn yfir hin sérstöku trúarform, sem hann telur að orðið geti að fótakefli andlegu lífi, ef þau ná að stein- renna og verða að kreddu. Um þetta fjallaði einmitt er- indi það, er hann flutti á trúmálaþinginu í London 1936. Itadhakrishnan um trú og trúarbrögð. Vaxandi samgöngutækni, kvikmyndir og útvarp gerir fjarlægðirnar að engu og knýr mannkynið til nánara sam- félags en fyrr. Þetta getur miðað að því að þurrka út niismun þjóða og siða, en það getur líka valdið vaxandi árekstrum, ef ágreiningsefnin eru mörg og stór. Nú sem stendur er heimurinn eins og púðurtunna (þetta var skömmu fyrir heimsstyrjöldina), og stjórnmálamönnum gengur illa að hafa hemil á mannkindinni, enda er þess naumast að vænta, fyrr en sálarástand hennar er bætt að mun. Eru trúarbrögðin þess megnug að gera það? Orka þau að vinna bug á kynþáttahatri, þjóðernisgorgeir og yfirdrottnunarsýki einstakra manna og þjóða? Sorg- lega oft hefir þeim mistekizt þetta. Enda þótt þau elski frið í orði kveðnu, hatast margir sértrúarflokkar inn- byrðis, þar sem hver þykist fara með umboð hins eina og sanna Guðs, og gengur sá Guð ávallt í stríðið með sinni eigin þjóð, eða sínum flokki. Hin trúarbragðalega sundrung stafar af því, að menn kunna ekki að gera greinarmun á trú og kenning. Trúin er ekki vísindi fyrst og fremst, því síður fræðikerfi eða játning. Þvert á móti liggur meginhætta trúarbragðanna í því, að hneppa guðstrúna í slíkar skorður mannlegra takmarkana og ófullkomleiks, sem öll guðfræði hlýtur að vera. Væri fræðin kjarni trúarinnar, eins og sumir halda og trúarkenningarnar óskeikular, þá væri um vísindi að ræða en ekki trú. Þá hefði mannsandinn kannað ómælis- djúpin og gegnumskoðað Guð. Slíkt væri fjarstæða. Vís- indi vor tæma aldrei leyndardóminn, sem umlykur tilveru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.