Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 46
284 KERKJURITIÐ Árið 1939 stofnaði séra Þorvaldur félag með nokkrum öðr- um prestum hér í bæ, er látið höfðu af embættum, og hlaut það nafnið Félag fyrrverandi sóknarpresta. Þetta stéttar- bræðrafélag studdi séra Þorvaldur af alhug og sýndi því mikla rausn í fjárframlögum, er tækifæri gafst. Margir fundir i félaginu voru haldnir á heimili hans og félögunum sýnd þar hin höfðinglegasta gestrisni. Það leyndi sér ekki, hversu heim- ilisföðurnum var óblandin ánægja að því að gefa og gleðja. f þessum félagsskap kynntist ég, sem þessar línur rita, mikið séra Þorvaldi og einnig á heimili hans, sem ég oft kom á, og féll mér hann því betur i geð sem ég kynntist honum meir. Þótt séra Þorvaldur væri búinn að vinna alllangan starfs- dag, er hann lét af kennslu 74 ára gamall, og þá búinn að vera prestur og kennari í full 49 ár, þá hélt hann ekki að sér höndum í iðjuleysi í ellinni, eftir að hann fluttist hingað. Hann tók þá að fást við ritstörf, þýðingar og útgáfur bóka, og liggur talsvert eftir hann á því sviði, sem ekki er unnt að telja hér upp. Síðasta bókin, er hann safnaði til, var „Orð Jesú Krists“. — Séra Þorvaldur var sæmdur Fálkaorðunm 1. desember 1935. Árið 1889 kvongaðist séra Þorvaldur Magðalenu Jónasdótt- ur frá Hallbjarnareyri í Eyrarsveit, hinni ágætustu konu, og varð sambúð þeirra löng og hamingjurik; hún dó 14. febrúar 1942. Þau eignuðust 7 börn og eru 5 þeirra á lífi: Finnbogi Rútur prófessor, kvongaður Sigríði Eiriks yfirhjúkrunarkonu, Guðný, gift Ólafi Þórarinssyni verzlunarm., Þuríður hjúkr- unarkona, Arndís kaupkona og Búi mjólkurfræðingur, kvong- aður Jónu Erlendsdóttur. Tvær Jórunnar misstu þau, og var sú yngri orðin fullorðin, er hún lézt. Eftir að séra Þorvaldur missti konu sína, bjó hann með dætrum sínum í sambýli við Búa son sinn og konu hans og naut þar hinnar ástúðlegustu umönnunar í ellinni. Fyrsta prestsskaparár sitt varð séra Þorvaldur fyrir því slysi að lenda í snjóflóði, er hann komst þó úr lítt slasaður, svo á bæri, en bar þess menjar alla ævi. Þrátt fyrir það náði hann þó þessum háa aldri og hélt likamlegu þreki og fota- vist fram í janúar síðastliðinn og andlegum kröftum hélt hanii til dauðadags, gat lesið og fylgzt með öllu fram í andlátið- Það var heyrnarleysið eitt, sem helzt bagaði hann.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.