Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 28
266 KIRKJURITIÐ er þó auð og akfær, sem kallað er, hvernig slíkt mætti ske. Ástæðan er einfaldlega þessi: Á laugardagsmorgun fyrir jarðarför hringdi ég heim til Patreksf jarðar og pant- aði mann og hesta með mig til annexíukirkju minnar í Stóra-Laugardal í Tálknafirði daginn eftir. En sá, er hestaráðin hafði, kvaðst ekki leggja hesta sína í slíka færð, sem þá var á fjöllum — íhlaupaskaflar og aurar á víxl —, en gangandi treysti ég mér ekki til að fara, sakir liðagigtar, og sjóveðri var ekki að treysta. Var sunnu- dagurinn þriðji í föstu þar með útstrikaður sem messu- dagur í Laugardal. Var ég þó ákveðinn í að halda heim um kvöldið (laugardag). Að lokinni jarðarför seinnipart laugardags reyndi ég þegar að ná í bíl til að komast heim þá um kvöldið. Stóð ég við símann í fullan hálftíma til að ná sambandi við þá menn á Patreksfirði, sem áttu jeppabíla og höfðu þá í akfæru standi, að því er ég bezt vissi. — Ég reyndi við hinn líklegasta, en hann hafði þá rétt lokið við að taka vélina úr vagninum til athugunar. Sá næsti: Benzínkúturinn lak. Þriðji: Vantaði dempara og þurfti að bæta í fjöður. Sá fjórði: Vantar dempara og þori ekki að fara með vagninn eins og hann er. Hvað átti nú til bragðs að taka? Gista aðra nótt vestan fjalls eða leggja á fjallið á göngu? Víst var gisting margvelkomin. En ég vildi fara heim, og lausir bílar voru ekki á staðnum; tveir voru þar að vísu, annar á leið norður yfir fjallið, sömu leið og ég ætlaði, en hann var fullur af fólki, hinn, utan af Sandi, náðist nú ekki, því að hann hafði verið fluttur út fyrir leirana niður af bænum, áður en sjór féll yfir þá. Hann náðist því ekki fyrr en á næstu fjöru. Niðurstaðan varð því sú, að bílstjóri sá, er réði yfir jeppa þeim, er ég áður nefndi og ætlaði norður yfir fjallið, bauðst til að skjóta mér yfir á fjallið, langleiðina að Hval- skeri, en láta fólk sitt bíða á meðan, en sækja það svo á eftir. Vildi bílstjórinn flytja mig alla leið til bæja, en mér þótti nógu illt að vita fólk hans bíða vestan fjalls mín vegna, og fór því á göngu nokkurn hluta leiðarinnar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.