Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 44
Séra Þorvaldur Jakobsson
andaðist á heimili sínu,
öldugötu 55, laugardaginn
8. maí s.l. Síðustu ár æv-
innar var hann elztur stú-
dent og elztur prestvígður
maður á landi hér. Hann
var fæddur 4. maí 1860 á
Staðarbakka i Miðfirði.
Faðir hans var séra Jakob
síðast prestur í Steinnesi
Finnbogason verzlunar-
manns í Reykjavík Björns-
sonar, en móðir, önnur
kona séra Jakobs, Þuríður,
yngsta dóttir séra Þorvalds
skálds Böðvarssonar í
Holti undir Eyjafjöllum, en hann átti 4 syni, er allir urðu
prestar, og 9 dætur auk Þuríðar, giftust 4 þeirra prestum
og hinar allar merkum og þjóðkunnum mönnum, og er
margt manna frá öllum þessum systkinum komið. Séra
Þorvaldur ólst fyrstu 6 ár ævinnar upp á Staðarbakka hjá
foreldrum sínum, en missti þá móður sína og var tekinn í
fóstur að Gilsbakka af Kristínu móðursystur sinni og séra
Jóni Hjartarsyni manni hennar. Þar mun hann hafa verið
lengst af til 12 ára aldurs, en þó eitthvað hjá annarri
móðursystur sinni, Hólmfríði, konu Jóns Guðmundssonar
ritstjóra í Reykjavík. En 12 ára fór hann að Reynivöllum
til frænda síns séra Þorvalds Bjarnasonar, síðar prests á