Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 42
280 KIRKJURITIÐ Sumarskóli að Löngumýri. Eins og áður er getið hér í ritinu, mun sumarskóli fyrir ungar stúlkur taka til starfa að Löngmnýri í Skagafirði 26. þ. m. og standa í tvo mánuði. Ágætir kennslukraftar hafa þegar verið tryggðir skólanum, og má vænta þess, að hann verði vel sóttur. Mynd sú, er hér fylgir, er af Húsmæðra- skólanum, kennurum og nemendum. Ingibjörg skólast. hefir reynzt mjög farsæl í starfi sínu, og munu allir, er til þekkja, bera fyllsta traust til hennar. Hefir skóli hennar getið sér hinn bezta orðstír á hðnum árum, bæði að því er kennslu snertir og skólalíf. Á. G. * Hátíðleg guðsþjónusta. Sunnudaginn 11. október 1953 (19. sunnd. e. trt.) var hald- in hátíðleg guðsþjónusta í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Mætt- ir voru tveir aðkomuprestar, auk sóknarprestsins, séra Péturs Þ. Ingjaldssonar á Höskuldsstöðum, og voru það þeir séra Birgir Snæbjörnsson prestur að Æsustöðum í Langadal og séra Ingimar Ingimarsson prestur á Raufarhöfn. Athöfnin hófst kl. 2 með því, að organistinn, Páll Jónsson skólastjóri, lék kóralforspil eftir Bach. Séra Birgir Snæbjörnsson þjónaði fyrir altari, en séra Pétur Þ. Ingjaldsson las pistil og guð- spjall. Séra Ingimar Ingimarsson flutti sköruglega og fagra prédikun. Var texti hans 8. versið í 5. kapítula Mattheusar- guðspjalls: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Á eftir prédikun var sunginn sálmurinn Bjargið alda, borgin mín, en séra Birgir Snæbjörnsson þjónaði fyrir altari. Norðaustan stormur var og slydda, og þess vegna var ekki eins góð kirkjusókn eins og annars hefði orðið, ef veður hefði ekki hamlað, og koma prestanna til Skagastrandar ekki eins ánægjuleg sem skyldi, sökum þess hve veður var slæmt. Ég vona, að hinir ungu prestar megi koma sem fyrst til Skaga- strandar til guðsþjónustu, því að það mun verða þeim til gleði og oss til blessunar, og er það ósk min, að Skagaströnd heilsi þeim betur þá en í þetta sinn, og að þá verði fjölmenn kirkjusókn, því að fjöldi fólks var sáróánægður yfir því að geta ekki verið við kirkju þennan eftirminnilega messudag. Guðm. Kr. GuSnason.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.