Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 5
„ANDI JESÚ ...“ 243 hvernig þeir eigi að haga trúboðsferðinni um Litlu-Asíu. En atvik, sem þeir hafa ekki reiknað með, koma og gera ráð þeirra að engu. Afl, sem þeir ráða ekki við, knýr Þá beinlínis til að taka aðra stefnu en þeir höfðu ætlað. Og Páli dettur ekki í hug að hér séu að verki neinar til- viljanir eða markmiðslaus hending. Af fyrri vitrunum sínum veit hann, að hér tekur í taumana það vald, sem er ofjarl hans og sér auk þess lengra en hann inn í rás hins ókomna. Yfir sorgfyllta daga og svefnlausar nætur lítur hinn margreyndi postuli Drottins, og allt, sem á daga hans hefir drifið, frá því er Kristur sigraði hann fyrir hliðum Oamaskusborgar, allt verður það honum talandi tákn þeirrar náðar, sem yfir honum veikum hafði vakað, allt talandi tákn þeirrar undursamlegu handleiðslu, sem hann skildi þrásinnis ekki í byrjun, en sannaði honum ævinlega eftir á, að var stjórnað af meiri miskunn og meira vís- dómi en svo, að frá mönnum gæti verið komið. Hér sá hann heilagan anda að verki, andann, sem borið hafði sjálfum sér vitni með aðdynjanda sterkviðri og eldlegum tungum hinn fyrsta hvítasunnudag. Á valdi þessa veru- leika urðu umkomulitlir menn svo máttugir, að um nöfn þeirra verður bjart meðan metið er hið mikla og stóra. Hver var andinn? Hver var heilagur andi? Meðan kraftur andans bar sjálfum sér glæsilegasta vitnisburðinn í kristninni, var engin fastmótuð kenning um hann til. Það sézt m. a. af frásögunni í 16. kapítula Postulasögunnar, en þar er talað um heilagan anda, og í sömu andránni um anda Jesú, og bersýnilega átt við sama veruleika. Sums staðar verður ekki annað séð en að frumkristnin hafi beinlínis talið heilagan anda vera anda hins upprisna Krists. „Drottinn (Kristur) er andinn,“ segir í Nýja testamentinu. Meðan menn þekktu enn kraft andans, höfðu þeir enga löngun til að mynda sér um hann flóknar kenningar. Það er ekki aðeins í bænaiðkun sinni og trúarlífi að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.