Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 7
„ANDI JESÚ ...“ 245 Aðgæzluvert þætti sálarástand þess manns, sem slíka ferðasögu færi að segja í dag. Tilviljun, — segjum vér, þegar guðleg handleiðsla sjálf er að verki. Heppni, — segjum vér, þegar sjálfur Guð er að veita oss blessun. Nú ríður á miklu, hvað ég geri, — segjum vér, þegar viðburðarásin er þegar ráðin af valdi, sem vér stöndum svo veik fyrir sem strá fyrir stormi. Þekkjum vér ekki handleiðslu andans? Höfum vér ekki þrásinnis rekið oss á það eftir á, að örlagaþráðurinn var spunninn, lífsvoðin ofin ósýnilegri hendi? Lífsmóðan hefir hljóðlega streymt áfram. öld hefir komið af öld, kynslóð fylgt kynslóð. Einn kunnasti blaða- ^aður Breta reit fyrir nokkurum árum merkilega bók. Hann var fyrr á árum trúlaus maður á Guð, að því er ég bezt veit, en þekking hans á sálrænum fyrirbærum °g sálarrannsóknum síðari tíma kom fyrir hann vitinu. Hann segir á þessa leið: „Þegar ég lít yfir sögu kynslóðanna, sé ég fyrir mér frumherjana, þá sem báru kyndlana fyrir mannkyninu. ^argskonar átrúnaði aðhylltust þeir, af ólíkum kynflokk- Um voru þeir fæddir, en allir voru þeir bornir af afli, sem var sterkara en þeir sjálfir. Sumir þeirra höfðu eignazt andlega reynslu. Sýnir höfðu þeir séð, drauma hafði þá ^reymt, raddir höfðu þeir heyrt. Hugrekki þeirra sýndist yfirmannlegt... Þeir sáu ekki aðeins sannleikann, margir Þeirra létu fyrir hann lífið. Meðan ég var ungur og virti fyrir mér þessa merkisbera mannkynsins, leit ég á þá sem stríðandi einstaklinga, er stefndu hver í sína átt. Nú er ág búinn að læra að líta þetta öðrum augum. Nú sé ég, að allir þessir einstaklingar voru hlekkir í einni keðju, einni órjúfanlegri keðju.“ Hlaðamaðurinn er andstæðingur Winstons Churchills * stjórnmálum, en hann er hafinn yfir kredduhátt og Þröngsýni, og eitt stórfelldasta dæmi nútímans um hand- ieiðslu andans telur hann það, þegar Churchill bjargaðist

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.