Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 12
KIRKJURITIÐ 250 Radliakrishnan. Sarvepalli Radhakrishnan er fæddur í Tirutani á Suður- Indlandi 5. sept. 1888 og þar átti hann heima fyrstu átta ár ævinnar. Þá var honum komið í kristinn trúboðsskóla og dvaldi hann tólf ár samfleytt í ýmsum kristnum skóla- stofnunum á Indlandi og hneigðist hugur hans snemma að trúarheimspeki. Gerðist hann ungur kennari við ýmsa indverska háskóla og vakti snemma athygli með ritum sínum, er einkum fjölluðu um samanburð á austrænum og vestrænum lífsskoðunum. Hér var maður, sem var jafnvigur í heimspeki Vesturlandabúa og vísindum sinnar eigin þjóðar og hafði frá barnæsku sökkt sér niður í trú- arbrögð þeirra. Bárust honum skjótt tilboð um kennara- embætti við ýmsa enska og ameríska háskóla og hefn’ hann bæði kennt í Oxford, Harvard og Chicago, og víða um heim hefir leið hans legið, jafnframt því sem vegur hans fór ört vaxandi hjá hans eigin þjóð. Hefir hann verið mjög afkastamikill rithöfundur og skrifað fjöldamörg heimspekirit, en af þeim mun ég aðeins geta tveggjm Indian Philosophy I—III (London, George Allen and Un- win Ltd., 1951. 63s). Er þetta sjötta útgáfan af þessu gagnmerka riti, sem gefið er út í hinu ágæta ritsafni: Th& MuirheacL Library of Philosophy, en fyrsta útgáfan kom 1923. Má nærri geta, að hér er um úrvalsrit að ræða um indverska heimspeki og trúarbrögð, þar sem það er skrif- að af einum skarpskyggnasta anda, sem nú er uppi, og um leið gerfróðari í þessum efnum en líklega nokkur nú- lifandi maður annar. Sama er að segja um rit hans: East- ern Religions and Westem Thought (Oxford University Press, London 1939). Sú bók hefir einnig komið í mörg- um útgáfum. I þessari bók rekur hann uppruna ýmissa grískra heimspekikenninga til indverskrar speki og sýnir fram á, að margir leyniþræðir liggja milli austrænna og vestrænna lífsskoðana. En það, sem mestur ávinningur er að ritum Radhakrishnans, er samanburður hans á lífs- skoðunum Indverja og Vesturlandabúa og gagnrýni hans

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.