Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 8
246 KIRKJURITIÐ í Búastríðinu og var bókstaflega „leiddur af andanum" á eina staðinn á stóru landsvæði, þar sem nokkur möguleiki var að bjargast frá bráðum dauða. Sjálfur er hinn aldni stjórnmálagarpur sannfærður um, að þar hafi bjargað guðlegt vald, og hann hefir ekki verið feiminn við að segja brezku þjóðinni það. En þetta dæmi þykir blaða- manninum merkilegri vitnisburður um handleiðslu andans en allar bollaleggingar guðfræðinnar saman lagðar um, hvað andinn sé, heilagur andi. Þá birtir blaðamaðurinn viðtöl við ýmsa frægustu rithöfunda Breta og listamenn í dag, þar sem þeir segja frá því, hvernig leiðsögn andans hafi veitzt þeim í lífi þeirra og list. Þannig reyndi Páll postuli heilagan anda, eða anda Jesú, í daglegu lífi sínu, andann, sem ýmist greiddi honum veg eða hindraði ferðir hans, þegar hann sá ekki sjálfur nógu langt. Og þannig eigum vér að reyna leiðsögn andans enn í dag, reyna í daglegu lífi voru kraft hans og visdóm, þiggja leiðsögn hans, en sjá, að minna máli skiptir hitt, hverjar hugmyndir menn hafa gert sér um, hver hann er. Vissulega er handleiðsla andans mörgum með vorri kynslóð veruleikur, en svo hefir efnishyggjan gegnsýrt hugmyndaheim þorra manna, að þeir túlka handleiðsluna að ofan sem tilviljanir eða markmiðslausa duttlunga lífs- ins. Þess vegna verður lífið svo kalt, að lindir hjartans frjósa, engin trúræn hrifning nær að gefa hjartanu hita, engin trúarleg hugljómun nær að opna sálunni sýn yfir töfrana í tilverunni, töfrana, sem engin mannssál sér, ef trúarauga hennar er lokað. Þá sýn gaf hvítasunnan fyrir 19 öldum, og andinn bar sjálfum sér vitni með táknum og kraftaverkum, sem fjöl- margir telja nú hégilju og heimsku. Ég trúi því, sem einn af hebresku spekingunum sagði, að þar sem vitranirnar hætta, iendir fólkið á villigötum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.