Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 21
Afmœlisdagar. Björn Magnússon, prófessor, fimmtugur. Björn Magnússon er fæddur á Prestsbakka á Síðu 17. maí 1904, sonur séra Magnúsar Bjarnarsonar, prófasts og konu hans, Ingibjargar Brynjólfsdóttur. Hann varð stúdent úr Menntaskólanum 1924, en stúdentar þessa árs fóru fleiri í guðfræða- deild Háskólans en dæmi voru til, eða alls 17. Kölluðu þeir sig Vig- inti quattuor og settu nýjan og fjörlegan svip á guðfræðadeild meðan þeir voru þar, gáfu meira að segja út allmikið tímarit, Strauma. Kandidat varð hann ár- ið 1928 og gerðist þá fyrst aðstoð- arprestur föður síns, en næsta ár prestur að Borg á Mýrum og síðar prófastur í Mýraprófastsdæmi. Þegar próf. Sigurður P. Sívertsen lét af kennaraembætti í guðfræða- deild, var séra Björn settur dósent. Var síðar keppt um þetta embætti og hlaut séra Björn sigur í þeirri keppni, en ekki veitingu fyrir embættinu. f það var hann skipaður nokkrum árum síðar og svo prófessor á tilskildum tíma. Prófessor Björn er mikill áhuga- og starfsmaður og hefir ritað allmikið. Má einkum nefna hinn mikla og vandaða Orða- lykil að Nýja testamentinu. Hann hefir og starfað mikið að bindindismálum og verið stórtemplar um nokkur ár. Kona hans er Charlotte Kristjana Jónsdóttir og eiga þau atta böm, sex syni og dætur tvær.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.