Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 48
286 KIRKJURITIÐ jarðfræði. Verkfræðingar og jarðfræðingar hafa rannsakað Biblíuna mjög nákvæmlega, til þess að fá þar upplýsingar um málma, svo sem járn og kopar og fleiri málmtegundir. Þeir hafa líka fundið þar bendingar, er leitt gætu til þess, að hægt verði að finna koparnámur Salómós. Albert Einstein og trúin. Albert Einstein er einn af kunnustu vísindamönnum nú- tímans (f. 1879). Honum farast þannig orð um trúna: „Ég trúi á persónulegan Guð. Þegar á stúdentsárum mínum hvarf ég frá þeim skoðunum, sem voru arfur frá árunum um 1880 og flestir vísindamenn aðhylltust. Hugmyndir þeirra Darwins, Haeckels og Huxleys og ýmissa annarra eru löngu úreltar. Flestir sannir vísindamenn eru sammála um, að vísindin séu ekki neinn óvinur trúarinnar. En þó finnast enn nokkrir ihaldssamir vísindamenn, sem halda að allt snúist á sama blettinum og 1880. Hvað mig snertir, er ég sannfærður um, að án trúarbragða stæði mannkynið enn á stigi villimennskunnar. Trúin hefir verið aflið í framþróun mannsandans.“ Lúterskur prestur sendiherra. Sumir eru þeirrar skoðunar, að prestar eigi að halda sér utan við opinber afskipti af stjórnmálum eða öðrum störfum, sem ekki snerta kristindómsmálin sérstaklega. Þess eru þó mörg dæmi, að prestar hafa unnið gott starf með afskiptum sínum af stjórnmálum eða alþjóðamálum. Nýlega skipaði Eisenhower forseti lúterskan prest af norsk- um ættum, dr. Josep Simonson, til þess að vera sendiherra Bandaríkjanna í Etiópíu. Hann hafði áður verið starfsmaður Alþjóðakirkjuráðsins. Ú. J. Þ. Starfandi trú. í hinum ægilegu loftárásum Þjóðverja 1940 var borgin Coventry i Englandi lögð í rústir og þar á meðal forn og fögur dómkirkja, sem var í borginni. Nú hefir verið hafizt handa um endurreisn hennar. Sir David Eccles, róðherra opinberra framkvæmda, hefir gefið leyfi til byggingarinnar þvert ofan

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.