Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 12
250 KIBKJURITIÐ En oft velti ég því fyrir mér, hvort margir af þessum mönnum hafi í raun og veru gert upp reikningana við elztu og a. m. k. einhverja áhrifaríkustu stofnunina í þjóðlífi voru. Hvort þeir meta það sanngjarnlega, sem kristindómurinn hefir lagt til þjóðmála og þjóðlífs fvrr og síðar. Jón prófessor Helgason kveður — í Áma- safni: Las ég þar sálma og lofsöngva þjóðar í nauðum, lífsvonin eina var samtvinnuð krossinum rauðum yfirtak langt bak við ömurleik hungurs og sorgar ónmðu sætlega strengleikar himneskrar borgar. Þetta hygg ég, að sé frekar óhlutdræg lýsing fræðimannsins en vilhallur dómur trúmannsins um þann styrk, er kristin trú hefir veitt þjóðinni á liðnum öldum. En hvað mætti þá ekki segja um áhrif siðalærdóma kristninnar á löggjöfina og mannlífið í heild? Þótt venja hafi verið að skrifa söguna sem lofgerðaróð um kónga og keisara og einstaka afreksmenn, og nú færist í móð að rekja flest til stéttaskiptingar á grundvelli efnahagsmálanna, er sannleikurinn sá, að trúar og siðgæðishugsjónirnar munu drýgstu áhrifavaldamir. Þótt ekki taki því að kýta við þann flokk, sem hér um ræðir, um afstöðu hans til auðu stólanna, er þess vegna rétt og skylt að spyrja, hvað hann vilji að komi í stað kirkj- unnar, ef hún á að rífast niður, eða ef hann telur að hún muni falla af sjálfri sér. Þeirri spurningu virðist mér alveg ósvarað 1 dag. Ennþá eru þeir samt flestir, sem tala um auðu sætin með hryggð og vandlætingu. Bera saman, hvernig sakir stóðu í þeirra barnsminni, þegar fólk brauzt til kirkju í ófærð og óveðri, taldi sér skylt að hlaupa frá ótal önnum til að hlusta á helgar tíðir. Þessi fjölmenni hópur telur það hreinasta voða, ef efnishyggjan leggur alveg undir sig landið og andstæðingar kristninnar fa töglin og hagldirnar. Það er því ekki óalgengt að menn geri um það samþykktir á fjölmennum fundum og jafnvel á landsfundum ein- stakra stjórnmálaflokka, að viðkomandi fólk sé hlynt kirkjunni og skilji nauðsyn þess að vernda hana og efla. Margt af þessu fólki á auðu stólana. Allir þessir menn bera

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.