Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 44

Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 44
282 KXRKJURITIÐ Enn er eins vert að geta í þessu sambandi. Tedeschini kardínáli er bor- inn fyrir því, að 30. október 1950 hafi Píusi páfa sjálfum gefist Fatimasýnin. A heilsubótargöngu sinni í Vatikangarðinum hafi „sólin dansað“ fyrir aug- um hans, og um leið hafi honum verið birtur ákveðinn boðskapur, sem enn sé almenningi leyndur. Eigi verður frekar rætt um undur þessi en gert var í upphafi. Og að lokum aðeins enn undirstrikað, að hvað sem líður sannindum eða merkingu þess- ara frásagna, þá er víst að enn stöndum vér aðeins á þröskuldi þekking- arinnar. „Æ, hvað er það, sem hinum megin dylst? — Eg hevri stundum líkt og klukknahljóm frá æðri veröld, en sem ekki skilst, þ\ í önd mín líkist þeim, sem hefir villzt.“ (M. J.) Og án allra sinna vitrana væri kaþólska kirkjan miklu fátækari og ómerk- ari en hún er. G. Á. Kveðið í andvöku. Þegar kviðinn lirellir hjarta, hugarrósemd enga finn, myrkrið þunga, sorgar svarta sveipar um mig hjúpinn sinn, trúarljósið tendrar bjarta traustið eina, Jesús minn. Þ. Þ. * í'í * Kenning Jesú er kenning lífsins. Það er ekki unnt að kenna lífið, aðeins lifa því og þekkja það. Þeir einir skilja kenningu Jesú, sem vita að hún er i sjálfu sér engin kenning, heldur blátt áfram lifandi ummæli manns, sem hefir fæðzt til nýs lífs. Tilgangurinn er að skapa þetta nýja líf í öðrum, og það vaknar strax í þeim, sem hafa evru til að heyra. — Middleton Murratj.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.