Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 30
268 KIRKJURITIÐ þeim þættinum, sem fyrst og fremst er fléttaður inn í köllunar- starf þeirra, en það er þáttur hins kristilega uppeldis. Um þann þátt þurfa þeir nú meir og betur að hugsa en nokkru sinni fyrr, enda sinna sumir prestar honum af kostgæfni. Ég er prestavinur og hefi átt mikil samskipti við presta alla ævi, og þá ekki sízt á námsstjórnarárum mínum. Þeir voru og eru víða mikil stoð og stytta skólahaldsins í sínum byggðarlög- um og jafnan ágætir viðskiptis. En satt að segja furðaði mig oft á því, hve sjaldan þeir heimsóttu skólana, og hvatti ég þó oft til þess. Að sjálfsögðu eru hér á undantekningar, og þær bentu eindregið til þess, að miklu betri árangur mundi nást í kristin- dómfræðslu heimila og skóla, ef samvinna presta og kennara væri nánari og meiri. Og aldrei var ég annars var en að kennar- arnir væru fúsir til þess samstarfs og vildu gjarnan fá prestinn í skólann. Og mér þótti sem slíkt lægi í hlutarins eðli. Þar hitti presturinn hópinn, sem hann átti að uppfræða og síðar að ferma. Þar var tækifærið til að ræða við börnin um kristindóms- námið og benda þeim á eitt og annað í því sambandi, segja sögur, sýna myndii' og vera yfirleitt hjálplegur kennaranum til þess að gera kristindómsnámið sem ljúfast og árangursríkast. Og milh kennara og prests mundi á þennan hátt skapast samhugur um sitthvað, er að náminu lýtur, svo sem það, hvað helzt bæri að leggja áherzlu á í námsbókinni, livaða sálmar skyldu einkmn lærðir, o. s. frv. Og svo kæmi fermingarundirbúningur sem eðli- legt framhald af starfi, sem presturinn gjörþekkti, og mundi þvl verða honum ánægjulegra og barninu notadrýgra. Það mætti því þykja eðlilegt, að prestarnir legðu áherzlu á að koma í skólana sem oftast, og eiga gott samstarf við kennarana um kristindómsnámið. Það mundi án efa verða til mikilla bóta- Og þetta á alls staðar við að því leyti, að mikilsvert er að gott samstarf sé milli presta og kennara um kristindómsmálin. Hitt er aftur á móti vitanlegt, að sums staðar er ötullega unnið að þessum málum af prestanna hálfu með sunnudagaskólahaldi, kristilegu félagsstarfi o. fl., sem að sjálfsögðu er mikilsvert og úgætt. Mér virðist, að margir ungir prestar séu nú að taka til starfa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.