Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Síða 14

Kirkjuritið - 01.06.1956, Síða 14
252 KIRKJURITIÐ Kirkjugarðamir. Frú Ólafía Einarsdóttir og Gísli prófastur Brynjólfsson hafa bæði haldið ágæt og umhugsunarverð erindi í útvarpið um kirkju- garðana og þau gáfu Helga Hjörvar skrifstofustjóra tækifæri til að tala skörulega og eftirminnilega um skeytingarleysi vort um helga dóma: Ymiss konar óvirðingu, sem vér sýnum heilögu orði, helgum stöðum og helgihaldi. Slíkt þyrfti að ræða oftar og ýtarlegar og uppræta eftir því sem unnt er. Hér langar mig aðeins til að leggja fáein orð í belg um kirkjugarðana. Ég hefi í mörg ár haft ákveðna skoðnn um útlit þeirra, einkum til sveita. Lang- aði lengi til að ryðja henni braut, en tókst það illa, þótt ég raun- ar skilji ekki hvers vegna. í skemmstu máli sagt tel ég kirkjugarðinn á Skútustöðum til fyrirmyndar í höfuðdráttum. Hann er fallega girtur, rennsléttur með nokkurum trjágróðri, en fáum áberandi minnismerkjum. Sjálft girðingarefnið skiptir ekki neinu höfuðmáli. Hlaðnir garðar úr torfi eða grjóti væru víðast fegurstir, en annað efni er ódýrara og hentugra. Mest um vert, að girðingin sé snotur og vel gripheld. Hitt tel ég aðalatriði, að allir garðarnir verði gerð- ir að sléttum grasflötum með hæfilegum trjágróðri og helzt eng- um minnismerkjum nenra látlausum plötum úr járni eða steini, sem liggi í grasfletinum. Ef steinarnir eru ekki fögur og jafnvel sérstæð listaverk. Upphlöðnu leiðin eiga alveg að hverfa úr sögunni. Þau geta auðvitað átt sína fegurð, eitt og eitt. En með tímanum verða allir slíkir kirkjugarðar líkir þýfðum túnkraga, vandhirtir, enda oftast vanhirtir. Uppruni þeirra leiða er líka sá, að menn áttu óhægt með að koma burt uppgreftrinum og slétta garðinn. Þau voru alls ekki gerð sem nein minnismerki. Eru það heldur ekki. Menn þekkja ekki þúfurnar hverja frá annarri. Jafnvel þúfa snilling- anna hefur oft týnst á fáum áratugum. Þess vegna er engu rétt- mætara að halda í þýfðu garðana en túnkargann. Hvort tveggja er aðeins minnismerki um vanmátt fyrri tíma. Um hríð mun Skógrækt ríkisins hafa látið ókeypis í té plöntur

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.