Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 43
FATÍMAUNDRIN 281 13. ágúst þyrptust þama saman um 15000 manns. En telpumar vantaði þá sjálfar, enda löglega forfallaðar. Borgarstjórinn í Fatima, sem var laus við allt trúarvingl en harðjaxl og næsta ódeigur í þokkabót, hafði latið til skarar skríða, tekið telpurnar fastar og sjálfur ekið þeim í dyflissu. Hann ætlaði nú að stemma aigjörlega stigu fyrir þessu vitleysisæði að hans og fjölmargra dómi. Sagt er, að hann hafi hótað stúlkunum lífláti, ef þær ætu ekki allt ofan í sig, tekið þá yngstu og haldið henni yfir rjukandi potti og sagzt þess albúinn að sjóða liana lifandi. En hvorki hún né hinar létu nokk- v.rn bilbug á sér finna. Þær sögðust hafa séð Guðsmoður og talað við hana. ^ ar þeim fljótlega sleppt, og sex dögum síðar eiga þær að hafa öðlast vitr- Rn Mariu óvænt á nýjum stað. 13. september hafði mannfjöldinn í klifinu tvöfaldast. Þóttust nu margir sjá falla eins og blöð af himni, sem leystust upp áður en þau náðu til jarð- ar líkt og vorfjúk. Og svo kom hinn langþráði og frægi 13. október 1917. Sagan segir, að nú hafi 70000 manns komið þarna saman. Einn hinna mörgu vantrúuðu var ritstjóri „Aldarinnar“ (O. Seculo) í Lissabon. Hann lýsir því sem gerð- 'st m. a. þannig: „Nú gafst einstæð sýn, sem ekki er ætlandi að aðrir leggi trúnað á en þeir, sem hana sáu. Allur manngruinn þarna a haheiðinni sner- ist sem einn maður mót sólunni, sem þá var í hadegisstað. A þeirri stundu liktist þessi himinstjarna gljálausum silfurdiski. Gat maður horft í hana an Rokkurra óþæginda. Hún hvorki blindaði né brenndi. Var þvi likast sem v*m sólmyrkra væri að ræða. Jafnskjótt hófst mikið óp, og mátti þó greina þessa upphrópun: „Kraftaverk! Kraftaverk! Kraftaverk! Kraftaverk!“ því að í augum mínum og alls manngrúans var ekki annað sýnilegt en að sólin T0ggaði sitt á hvað. „Sólin dansaði", svo talað sé bændamáli". Þetta var Fatímaundrið. En það þótti siðar styrkja frásagnir telpnanna, að það kom á daginn, sem Lucie hafði sagt fyrir að forsögu Maríu, að þær lrænkur hennar urðu ekki langlífar. Francois do ur spönsku veikinni 4. apríl 1919, En 20. febrúar árið eftir lézt Jacinthe úr lungnabólgu. Lucie var jafnan höfuðpersónan í sögu þessari, en hun hvarf almenningi sjónum 15. júní 1920. Löngu seinna kom á daginn að biskupinn í Leiria, ■'lgr. Da Silva, sem af kirkjunnar hálfu hafði rannsókn málsins með hönd- Tlm, hafði falið Lucie umsjá Dorotheusystra. Gerðist Lucie síðar nunna 1 Pontevedraklaustri á Spáni, og mun vera þar enn á lífi. Lucie á að hafa komið það vel að læra að skrifa, að forsögn Maríu, þvi að tvisvar hafi liún sent boðskap heilagrar Guðsmóður í innsigluðu bréfi 1 Páfagarð. Hið fyrra sinn 1937, en hið síðara skipti 1942. Og enn á Da Sih’a að hafa í fórum sínum þriðja bréfið, sem eigi megi opna fyrr en 1960.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.