Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 27
HINN VÍGÐI ÞÁTTUR 265 venjum með húslestrum og sálmasöng, a. m. k. einu sinni í viku árið um kring, eða jafnvel daglega nokkurn hluta ársins. Ekki skal um það dæmt, hvort unga fólkið biður nú síður fyrir sér í alvöru og einlægni en við gerðum á þeim aldri, en hitt mun mega telja vafalítið, að það kunni færri vers og bænir en sjálf- sagt þótti að við kynnum þá. Mun það jafnan hafa þótt merkur þáttur í andlegu uppeldi að kunna margt af slíku, og sár merki um andlega eymd að kunna varla Faðirvorið, hvað þá meira. Kennarinn kemst fljótlega að því, hvað börn kunna af slíku tagi, ekki sízt sá sem kennir kristinfræði. Og því miður verð ég að segja það, að börnin á 1. og 2. tug aldarinnar kunnu ólíkt meira ef versum og bænum, þegar þau komu í skólann, en börn hinna síðustu áratuga. En auðvitað eru hér á undantekningar, og heldur ekki skal því gleymt, að börn koma nú víðast yngri í skóla en þá. Samt raskar það ekki þeim heildarbrag, að þetta er lakar en var og að heimilin hafa hér látið undan síga, enda kemur nú ekki alltaf prestur á heimilin einu sinni á ári til að hlýða börnunum yfir versin sín, en það var algengt áður. Og þá mun það liafa verið metnaður heimilanna, að presturinn kæini þar ekki að »tómum kofunum", og var þetta gott aðhald. Og svo voru það húslestrarnir. Margt hefir verið um þá rætt og ritað og ekki allt af skilningi, að mínum dómi. Ég minnist þeirra með þákklátum huga og er sannfærður um það, að þeir voru ágæt venja o^ höfðu mikla þýðingu. Að vísu skildu börn að sjálfsögðu lítið í raunverulegu efni lestursins, enda skipti það minnstu máli. Hitt fundu þau, að hér var eitthvað mikið á ferð, eitthvað alvarlegt, eitthvað sem bar að virða og taka há- tíðlega, þegar allir tóku sálma sína og sungu og sátu hljóðir, með- an lesið var. Hér varð hver og einn órabelgur að lækka seglin °g sitja hljóður á helgri stund. Og það var þessi hljóða stund °g hin almenna þátttaka í lotningarfullri athöfn, sem áhrifin Imfði, þótt lestrarnir þættu stundum of langir, og voru það raun- ai' líka. Og ég hygg, að þeir hefðu haft enn meiri þýðingu, sem lioll uppeldisvenja, ef þeir hefðu verið styttri. En lotningin, er sýna varð hinu helga og háleita, hafði varanleg áhrif. Það hefi eg jafnan fundið með sjálfum mér. Og nú koma uppeldisvísindin

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.