Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 26
264 KIRK JURITIÐ hlut, er við áttum að varðveita og skila? Hér er sannarlega mikil alvara á ferð, og áreiðanlega mesta vandamál þessara tíma. Við horfum á kirkjumar og þykir þar þunnskipað. Það mun því miður satt, og ekki allt prestanna sök. Kirkjan hefir vissulega dýrmætan boðskap að flvtja hverju mannsbarni, og sá boðskap- ur er máttugur til áhrifa, ef hann fær snortið hjörtu manna. En til þess þarf hann að koma frá hjarta boðandans. „Hann þarf að vera brennandi i andanum og sýna áhuga í starfi sínu,“ segja menn. Og satt er það. En það skilja allir, sem vilja, að aðstæð- urnar eru oft harla erfiðar fyrir prestinn að fylla kirkjuna, því miður. Víða eru kirkjur kaldar og lítið aðlaðandi, fámennir söfri- uðir, söngur lélegur, o. fl. sem ekki laðar til kirkjusóknar, og svo muii þetta sennilega lengi verða. En þó mun áhugasamur prest- ur geta mörgu snúið til betri vegar í þessum efnum, og eru þar mörg dæmin, sem betur fer. En á því hefir mig oft furðað, hve lítið prestarnir gera til þess að fá fólkið til að syngja með við guðsþjónustuna. Er það í raun og veru ömurlegt að sjá alla sitja þegjandi og án allrar þátttöku í söngnum. Þetta er liinn mesti ósiður. Söfnuðurinn á að taka þátt í guðsþjónustunni með því að syngja sálmana. Og prestarnir eiga að hvetja fólkið til þess, þangað til sá ósiður er horfinn úr ísl. kirkju, að enginn syngi þar sálm nema kirkjukórinn, sem hefir að sjálfsögðu sínu hlutverki að gegna, en hvorki á né má vera einvaldur um sönginn. Og ég er líka sannfærður um það, að almenn þátttaka í söng við guðs- þjónustuhaldið mundi ýta undir og örva kirkjusóknina. En þótt messur væru fleiri og kirkjusókn betri en nú, og það væri að sjálfsögðu æskilegt, þarf miklu fleira til, svo að vel sé. Sennilega hefir aldrei verið meiri þörf á því en nú, að prest- arnir „prédiki á stéttunum“, — í margskonar merkingu. Við, sem verðum að teljast til hinna eldri tíma, finnum glöggt, hversu geigvænlega hefir verið slakað á ýmsum venjum, er styrkja skyldu þátt guðstrúar og bænrækni í þjóðfélaginu. Ma m. a. minna á það, að flestir eða allir signdu sig og lásu bænh' kvölds og morgna, báðu Guð að blessa sér matinn, lásu ferða- bæn, er hefja skyldi ferð á sjó eða landi, að ógleymdri þeirri föstu venju flestra eða allra heimila að halda uppi guðræknis-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.