Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 36
274 KIKKJURITIÐ inum, sem með yður er,“ — en færði mér svo í staðinn prýðilega sauðskinnsskó, „sem vel máttu fara úr landi.“ Aldrei heyrði ég annað en gott um prestsstörf og önnur störf séra Magnúsar á Vestfjörðum, — átti heldur ekki von á öðru. En satt bezt að segja varð ég forviða, að hann skyldi, nýsettur prófastur Barðarstrandarprófastsdæmis, þiggja bókarastöðu, við Búnaðarbankann, sem honum var boðin um 1930. Hitt kann mér ekki á óvart koma, að hann hefir reynzt þar prýðilega og stund- að það starf langt fram yfir „embættisaldur“. Skólabræður okkar séra Magnúsar Þorsteinssonar eru flestir al- famir, — sumir orðnir þá gamlir og þreyttir. — Um lok fyrri ald- ar voru þeir samt allir ungir og kátir með fjölda margar áætl- anir og bjartar vonir, — er stundum rættust. Að minnsta kosti sáu þeir meiri breytingar á högum þjóðar vorrar en nokkurn dreynidi um á 19. öld. Fáeinir erum vér eftir enn, og enn er tími til að þakka gömlum félögum, og biðja Gu(S að blessa skólaæsku Hð- andi stundar. í hennar höndum verður leiðsögn þjóðarinnar eft- ir fáa áratugi. Guð gefi, að þá megi með sanni segja, að hun sé í góðum höndum. SlGURBjÖRN Á. GÍSLASON. Fagnaðarefni. Einu sinni voru þeir rabbi Gamaliel, rabbi Eleazer, einn af sonum Azaria, rabbí Júda og rabbí Akiba saman á göngu. Bárust þá til eyma þeirra hlatra- sköll og ærsli mannfjölda, sem var að gera sér glaðan dag. Fjórir þeirra fóm þá að gráta, en Akiba skellihló. „Akiba,“ spurði einn rabbíanna, ,JlV1 hlær þú? Þessir heiðingjar, sem tilbiðja hjáguðina, lifa óáreittir og skemrnta sér, en hin helga borg vor liggur í rústum, þér er skylt að gráta, en ekki hlæja.“ „En þetta er nú einmitt það, sem vekur mér hlátur og gleði,“ svar' aði Akiba. „Ef Guð leyfir þeim, sem brjóta boð hans, að njóta fagnaðar a jörðunni, hversu óendanlega miklu meiri lilýtur þá sú sæla að vera, sel11 hann hefir fyrirbúið á himnum þeim, sem hér leitast við að hlýðnast vilja hans.“ — (Gyðingleg fræði.)

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.