Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 42
280 KIRKJURITIÐ öllu trúarlífi. Hún heldur því fram, að sjálf kirkjan (þ. e. félag kristinna manna) sé raunar jarðneskur líkami Jesú Krists. Fyrir því séu stöðugar opinberanir og kraftaverk sjálfgefin. Hér er hvorki ætlunin að rekja þetta nánar né fara frekar út í þessa sálma. En mér virðist, að jafn fjarstætt og það er að neita öllum krafta- verkum þ. e. máttarverkum Guðs, sé skylt og rétt að sannprófa slika hluti eftir því sem auðið er, og játa hér sem annars staðar það, sem sannast reynist. En til fróðleiks og skemmtunar finnst mér ekki úr vegi að segja hér 1 stuttu máli frá því fyrirbrigði, sem einna mesta undrun og hrifningu hefir vakið innan kaþólsku kirkjunnar á þessari öld, eða jafnvel síðan undrin í Lourdes hófust. Finnist oss fátt um slíka viðburði, sýnir það ljóst, sem ég sagði í upphafi, að hugarheimur kaþólskunnar er á ýmsan hátt annar en vor. Oneitanlega hefjast þeir atburðir, sem hér um ræðir, svipað og leikur A. Millers „I deiglunni", enda líklegt, að höfundurinn hafi haft þá í huga. Fatímahérað heitir um 100 km. fyrir norðan Lissabon í Portúgal. Lar er grýtt og ófrjótt og á einum stað klif hinnar heilögu Irenu. Þrjár telpur voru þama við hjarðgæzlu sunnudaginn 13. maí 1917. Ein þeirra het Lucie de Santos, 10 ára, hinar voru frænkur hennar Francois og Jacinthe Marto, önnur 9, hin 7 ára. Lucie sagðist svo frá, þegar heim kom, að þeim hefði birzt María mey- Það var að aflíðandi hádegi, þegar þær höfðu lesið bænir sínar. Var þá seni heiður himinninn uppljómaðist skyndilega af eldingu. Skelfdust stúlkurnar, hóuðu saman kindunum og bjuggust til heimferðar. Annar ljómi leiftraði, og þær sáu unga og undurfagra kvenveru ljómaklædda, sem stóð við kork- eik og ávarpaði telpurnar. Bauð hún þeim að hitta sig þama fimm sinnuffl í röð, þann þrettánda hvers mánaðar. Fylgir það sögunni, að þetta hafí gerzt á sömu stundu og Benedikt 15. vígði Pacelli, síðar Píus 12., til biskups í Péturskirkjunni. Aðstandendur stúlknanna tóku þessum boðskap þeirra illa, og létu þ®r jafnvel biðjast afsökunar á að koma sögunni á loft. En enginn þeirra fékkst samt til að játa á sig neina skreytni í þessu sambandi. Og mánuði síðar eltu 60 forvitnir þorpsbúar telpumar á staðinn. Enginn af þeim sá annað en það, að telpurnar vörpuðu sér skyndilega á kné, að því er sýndist í ein' lægri hrifningu. Nú sagði Lucie það eitt af boðskap Madonnunnar, að Inm hefði boðið sér að læra að skrifa. Vakti það aðeins almennan hlatur. 13. júlí komu um 5000 þúsund manns í klifið. Líkt fór og fyrr, nenia að Lucie kvað Guðsmóður hafa heitið þessu: „Ég mun gera mikið teikn 1 október, sem neyðir allan heiminn til að trúa ykkur.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.