Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 45
Sóknamcfndarmaður í hálfa öld Á þessu vori (1956) eru 50 ár síðan Gísli á Hofi í Svarfaðardal var fyrst kosinn í sóknarnefnd í Vallasókn. Síðan árið 190& hefir hann samfleytt verið í sóknarnefnd- inni og gegnt þar féhirðisstörfum og stund- um þar að auki verið formaður nefndar- innar. Sennilega eru þeir ekki margir, „júbíl“- kirkjugjaldkerarnir, og þó enn færri að öll- um líkindum þeir, sem tekizt hefir inn- heimtan með þeim ágætum, að kirkjunni hefir ekki eyrir glatazt af lögmætum tekj- um í hálfa öld, — án þess þó, að nokkurn- tíma hafi verið gripið til óyndisúrræða við innheimtuna, lieldur allt unnið með lipurð, lægni og þolinmæði. Svo giftudrjúgt hefir starf Gísla á Hofi verið i þessari grein. En féhirðisstarfið hefir ekki verið eina starf hans fyrir kirkjuna á Völlum. Frá 1911 og síðan hefir Gisli verið safnaðarfulltrúi Vallasóknar og mætt á öllum héraðsfundum profastsdæm- isins að kalla má, en veikindaforföll munu liafa bannað honum fundarsokn í 1 tU 2 skipti. Ég hefi orð héraðsprófasts fyrir því, að á fundunum hafi hann jafnan reynzt viðsýnn og tillögugóður, og að mikið hafi að honum kveðið, þótt hógvær sé. — Þá er og þess að geta, að meðhjalpari hefir Gísli verið í rneira en 20 ár í kirkju sinni. Sem stendur er hann gjaldkeri sóknar- nefndar, meðhjálpari og safnaðarfulltrúi og er þó meir en halfníræður að aldri! — Ennfremur ber þess að minnast, að hafi annaðhvort kirkjuhúsið sjálft bilað eða munir kirkjunnar gengið úr lagi, þá hefir Gísli annaðhvort sjálfur gjört við það, sem aflaga fór, eða séð um aðgjörð á því. Þegar kirkjart skekktist af grunninum í ógnarveðrinu mikla 20. sept. árið 1900, klofnaði hún að endilöngu. Hún færðist þá til um 2 álnir á grunninum. Fotstykkin að norðanverðu biluðu, og suðurhliðin sprakk frá, svo að gengt var inn í kirkjuna um sprunguna. Aðgjörð kirkjunnar, sem var mjög vandasöm og erfið, annaðist Gísli og Jón Þórðarson, mágur hans, faðir Sveinbjarnar for- stjóra Jónssonar í Reykjavík. Svo vel tókst aðgjörðin, að prófastur Evja- fjarðarprófastsdæmis segir í vísitazíugjörð, að „ekki verði annað séð, en að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.