Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 23
ÁVARP TIL ÍSLENZKRA PRESTA 261 Gert er ráð fyrir ferðalagi, sem ríkisstjórn og Reykjavíkurbær bjóða til. Forseti íslands tekur á móti þátttakendum prestafund- arins á Bessastöðum, og hefir hann óskað eftir því, að helgistund verði í kirkju staðarins. Biskup býður til veizlu og KFUM til kaffisamsætis eitthvert kvöldið. Allir opinberir aðilar hafa verið boðnir og búnir til að veita liðsinni sitt. Meðal annars veitir ríkið Prestafélaginu fjarhags- legan stuðning, sem oss ber að þakka. — Það skal tekið fram, að gert er ráð fyrir, að prestskonur séu með í ferðalaginu og Veizlunum, og eru þær að sjálfsögðu velkomnar á fvrirlestrana, er þær óska. 4. Gildi prestafundarins. — Fundir sem þessir eru í raun og ''eru liður í starfi, sem nú er unnið í heiminum á mörgum svið- um menningarmála, til þess að efla kynningu og samstarf milli þjóða, stétta og starfsgreina. ísland á einskis urkosta annars en að vera með í slíku samþjóðlegu samstarfi, svo framarlega sem vér viljum, að sjálfstæði vort sé í heiðri haft. Og að þvi er snert- h' kirkjuna sérstaklega, er einingarhreyfingin (oikumeniska hreyf- higin) blátt áfram lífsnauðsyn. Undirstaða hennar hlytur alltaf ;*ð vera kynning, bæði kynning einstaklinganna innbyrðis og gagnkvæm þekking á hugsunarhætti, guðfræðistefnum, starfs- háttum o. s. frv. Einn samþjóðlegur prestafundur er þarna a við lestur fjökla bóka, þótt ekki sé á annað litið en þann fróðleik, er þar veitist. Nú vill svo til, að fáir íslenzkir prestar hafa átt þess kost að sækja norræna prestafundi, og sumir í vorum hópi eru jafnvel miklu kunnugri kirkjulífi annarra landa, t. d. Breta, Ameríku- manna og Þjóðverja. Er oss því fullkomin nauðsyn að nota þetta hekifæri til þess að komast í nánari tengsl við norrænar kirkjur. Við þetta bætist, að hinir norrænu bræður vorir hafa nú sér- stakan áhuga á því, fremur en nokkru sinni fyrr, að kynnast islenzku kirkjulífi. íslenzkar bókmenntir og íslenzk menning hefir verið rædd mikið nú í heimsblöðunum og þó fyrst og fremst á Norðurlöndum. í sambandi við stjórnmál og viðskiptamál ber nú 0rðið allmikið á íslandi. Og þegar bræður vorir handan við hafið

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.