Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 33
FBAMTÍÐ KHISTINDÓMSINS 271 samfélag í sæti guðanna. Sögulegar rætur trúar vorrar, vestrænna manna, á helgi einstaklingsins felast í þeirri gyðinglegu og kristnu skoðun, að hver mannleg sál hafi algjört gildi í augum Guðs. Og ég kem ekki auga á annan grundvöll, sem unnt er að reisa tru vora á.“ Þegar um það er rætt, hvort kommúnisminn kunni ekki að vera „framtíðarstefnan“, og muni ekki eingöngu útrýma auðvalds- skipulaginu, heldur koma í stað kristindómsins, svarar Toynbee því á þessa leið: „Nei, það hygg ég ekki. Þegar til lengdar lætur, •etla ég að kommúnismanum bregðist sú bogalist að heilla mann- bynið sakir þess, að hann hefir upp á svo litla andlega hjálp og leiðsögn að bjóða þeim til handa, sem við persónulega erfiðleika °g vanda eiga að stríða i einkalífi sínu. Ég þekki engin trúar- brögð né hugsjónastefnur, sem náð hafa miklu tangarhaldi a 'nönnum fvrr á tímum, án þess að hafa reynzt veruleg hjálp 1 persónulegum vandamálum, þess vegna held ég, að kommún- isminn sé ekki „framtíðarstefnan“, heldur trúin, — sú trú, sem Veitir einstaklingunum áhrifamikla andlega hjálp til að lifa sínu persónulega lífi. En útbreiðsla trúarinnar þarfnast ýtrustu andlegrar áherzlu. Koinmúnisminn er gríðarmikil hreyfing, og oss þýðir ekki að sitja með hendur í skauti og bíða þess aðgjörðarlausir, að hún valdi mannkvninu vonbrigðum. Ef vér leggjum oss fram, mun tru vor vinna í baráttunni um sálina, því að menn sannfærast llm að hún sé sönn, og að „sannleikurinn sé voldugur og fái stað- izt“. Vonandi gefst oftar tækifæri til að birta hér ummæli annarra merkra áhrifamanna um viðhorf þeirra til kristindómsins. En í þessu sambandi við ég bæta við tveim þrem hugleiðingum. bað er almenn tízka að blanda nú saman trú og stjórnmálum, °g í öðru lagi allútbreidd skoðun, að framþróunin hafi leitt til þess, að stjórnmálin hafi tekið sér sess trúarbragðanna. Hvorugt er þetta nýtt fyrirbæri. Kristnin og raunar allar trúarhreyfingar ^afa ýmist staðið í stríði, eða haft samband við stjórnmálin á •U'erjuin tíma. Bæði sér til ills og góðs. Hér á landi hefir verið þjóðkirkja frá því er það fvrirbrigði gerðist í veraldarsögunni,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.