Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 29
HIXN VIGÐI ÞATTUR 267 vekja sérstaka athygli heimilanna á því, reyna til að fá þau til að taka þetta sem húslestur, að þau gæfu sér tírna, syngju sálm- ana og hlustuðu hljóðlega og með alvöru á lesturinn, allir á heirn- ihnu, ungir og gamlir. Geri foreldrar þetta með alvöru, mun létt að fá börnin með. Það höfum við reynt í skólunum, þegar athöfnin er ekki of löng. En það er ekki lengd hennar, sem máli skiptir, lieldur hitt, að hún snerti börnin. Hugsazt gæti, að rétt væri að fá útvarpið til þess að flytja á sunnudögum stutta bæn, sem ætluð væri heimilunum, t. d. kl. 10 f. h. þar sem sungið væri vers fvrir og eftir. Mætti þá e. t. v. faskka útvarpsmessunum. Höfuðatriðið er að finna það form á þessu, sem lientar heimilunum, ef útvarpið á að hjálpa til, sem sjálfsagt mun talið, og raunar hvort eð er. Enn mætti hugsa sér það, að útvarpað væri sálmi, síðan kæmi þögn í nokkrar mínút- ur, sem hverju heimili væri ætlað að nota til að lesa bæn, og svo kaemi útvarpið með annan sálm. Þessi þögn í útvarpinu yrði þá að vera allt af hin sama, t. d. 10 mínútur, eða svo. Þetta fyrir- kornulag hefði þann kost, að lieimilin sjálf yrðu að leggja nokkuð fram og ættu eitthvert val, gætu stundum t. d. látið börn sín fesa, o. s. frv. Sjálfsagt má finna eitthvað fleira af fonnsatriðum þessara mála, og þyrftu kirkjunnar menn að íhuga það og fá breytingar til bóta frá núverandi ástandi. Húslestrarnir og húsvitjanir prestanna munu alla tíð liafa verið einna styrkastar stoðir kristilegs uppeldis í landinu. Nú hafa liús- Htjanir lagzt niður, ekki þó alls staðar, sem betur fer, en allt of Vlða. Sagt er, að þær séu óþarfar í því formi, sem þær voru. Það kann svo að vera. En sú viðkynning, sem þær sköpuðu, og það aðhald, sem þær veittu, verður aldrei óþarft. Og prestunum væri «1 þess trúandi að veita nýju lífi í gamlan farveg, og fá húsvitj- ununum það form, sem þeim hæfir í dag, án þess að skerða hið raunverulega gildi þeirra. Ég álít það tjón fyrir prestana sjálfa og þann boðskap, sem þeir eiga að flytja, að húsvitjanir leggist nið- ur. Aður höfðu þeir eftirlit með uppfræðslu bama á heimilunum, °g urðu þá að koma á heimilin til að kynnast því ástandi, svo sem gamlar húsvitjanabækur svna. Nú liafa skólarnir tekið þetta af þeim að nokkru, svo að nú geta þeir snúið sér eingöngu að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.