Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 3
Quo vadis? „Svo mælti Drottinn: Nemiö staöar viö vegina og litizt um og spyrjiö um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiöin. Fariö hana, svo aö þér finniö sálum yöar hvild." Jeremía 6,16. Nafnkunnur enskur læknir og rithöfundur hefur fyrir nokkr- um árum skýrt frá eftirfarandi atviki í tímaritsgrein. Hann hafði farið til Rómaborgar til að hvíla sig og reyndi jafnframt að skemmta sér eftir föngum. Á hverjum degi fór hann um einhvern hluta borgarinnar eða umhverfi hennar, og boðinn var hann í margar dýrlegar veizlur með prúðbúnu fólki, sem ekki virtist hugsa um annað en eyða lífifnu í glaumi og gleði. Svo skeði það einn sólbjartan seinni hluta dags, er hann var að koma úr miðdegisveizlu, að hann villtist í borginni og lenti í einu úthverfanna, þar sem allt var fátæklegra en hann hafði átti að venjast dagana á undan. „Ég stöðvaði bílinn,“ segir hann. >,Hinum megin við mannauða götuna var lítil ferhyrnd bygging úr gráum múrsteini, sem ég hélt við fyrstu sýn að hlyti að vera einhver opinber skrifstofa. Þangað fór ég til að spyrjast fyrir, hvar ég væri staddur." Quo vadis-kirkjan. „Ég vissi ekki fyrri til en ég stóð á miðju gólfi. Það var skugg- sýnt þarna inni og dauðakyrrð. Þá varð mér það allt í einu ljóst, að ég var kominn inn í eina af fornkirkjum borgarinnar. Ég var búinn að skoða allar frægustu kirkjurnar í Rómaborg: Péturs- kirkjuna, Laterankirkjuna og margar aðrar. En þessi litli helgi- dómur var allt öðru vísi, steinninn nakinn og allt fáskrúðugt, en þó var eins og loftið væri þrungið af einhverjum leyndar- dómsfullum helgiblæ fortíðarinnar. 4

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.