Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 5

Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 5
KIRKJURITIÐ 51 ingum get ég unnið? Hvernig get ég látið sjálfum mér líða vel, safnað sem mestum auði með sem minnstri fyrirhöfn? Siðavitund mannanna er óðum að sljóvgast. Á hverjum degi má lesa í blöðunum óteljandi glæpafréttir, sem sýna það í smáu og stóru, að lítið er nú skeytt um tíu boðorð Guðs. Já, Guð er sjálfur að gleymast. Þegar allir hafa nóg að bíta og brenna, falleg íbúðarhús, nýtízku þægindi og gnægð skemmtana, hvað hafa menn þá framar með Guð að gera? Allur þorri manna biður aldrei bænar, kemur sjaldan í kirkju, man ekki eftir því eða þykist ekki mega vera að því. En aðalástæðan er þó engin önnur en þessi: Fólkið er hætt að trúa á Guð. Hver mundi telja eftir sér að dvelja stutta stund við fótskör Drottins síns og skapara, ef hann hefði raunveru- lega tilfinningu fyrir því, að hann er sá, sem veitir oss hverja stund lífs vors að láni, fyrir hans náð lifum vér, hann er sá, sem dæmir oss.“ Kristnin í hœttu stödd. „Allt í einu varð mér það ljóst, að kristnin er nú í dag i Weiri hættu stödd en hún hefur nokkru sinni áður verið. Nú á hún við miklu viðsjálli og fláráðari óvini að etja en hina sið- lausu og grimmu keisara fornaldarinnar, sem allir vissu og skildu að voru viðbjóðslegir harðstjórar. Nú berst kristnin við óvin, sem bæði þykist hafa vísindin á sínum reipum og hin álit- legustu markmið fyrir augum enda þótt aðferðirnar, sem not- aðar eru, séu algerlega gagnstæðar kristnum siðareglum. Og markið sjálft er reyndar ekki ýkjahátt. Það er hið eina hugsan- lega takmark efnishyggjunnar: jarðneskir fjármunir, jarðnesk hagsæld. Með öðrum orðum: Markmiðið er í sjálfu sér eitt og hið sama, sem allir samvizkulausir þorparar hafa fyrr og seinna sett sér og keppt að, það að skara eld að sinni köku, það að láta stjórnast af sjálfselsku og ágirnd. Nú er aðeins látið í það skína, að þær stéttir, sem áður voru fátækar, skulu auðgast, en aðrar eldri yfirráðastéttir upprætt- ar. Til að ná þessu marki eru öll ráð jafnréttmæt: svik, blekk- ingar og manndráp. Því að gullöld bræðralagsins rennur upp, Þegar þessi ragnarök hefndarinnar eru um garð gengin. Það er eðlilegt, að auðvelt sé að innræta þessi fræði reynslu-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.