Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 10
56
KIRKJURITIÐ
er háð um veraldargæði ein, sem aldrei stilla þrá sálarinnar né
svala andlegum þorsta vorum eftir fegurð og sannleika?
Allir, sem sannleikans leita, hafa farið mörg gönuskeið.
Enginn er svo fullkominn, að honum geti ekki skeikað í mörgu.
Það er því andlegt dramb af verstu tegund að geta ekki yfir-
gefið veg, sem vér fyrir löngu höfum grun um, að ekki leiði til
neinnar farsældar, aðeins af því, að oss þykir minnkun að því
að leiðrétta oss sjálf. Gætum að því, að aðalatriðið er að kom-
ast að réttu marki. Vér svíkjum alla og mest sjálfa oss með
því að flana af stífni einni út í ógæfuna, eftir að oss mátti
ljóst verða, hvert vegurinn liggur.
Stööuc,f iörun og yfirbót.
Líf kristins manns á að vera stöðug iðrun og yfirbót, sagði
Lúther. Þetta eru viturleg orð. Iðrunin er ekki fyrst og fremst
fólgin í volæði, heldur því að hafa manndóm til að breyta lífs-
stefnunni, er vér sjáum, að annar vegur er betri.
Margur lendir á rangri braut, ekki af illvilja, heldur af
reynsluleysi og gagnrýnisskorti, hyggur jafnvel að hann sé að
vinna mannkyninu gagn. Slíkum mönnum verður því ekki allt-
af villa þeirra til ranglætis reiknuð. Hitt er aftur ámælisvert
að vilja ekki og vera ekki ávallt reiðubúinn í fullri einlægni
og með fölskvalausri sannleiksást að endurskoða lífsstefnu sína.
Það er óviturlegt, því að áður en varir lenda slíkir menn út í
það foræði ofstækinnar, þar sem ranglætið og ofbeldið er sett
skör hærra sannleikanum, og sá vegur endar í ógöngum.
Það er því gott að staðnæmast á vegamótum hvers nýs árs
og reyna þar í algerri hreinskilni að gera upp lífsreikning sinn
að nýju og athuga, hvort það var hamingjuleið, sem vér geng-
um. Slysaferill fortíðarinnar kann að hafa orðið oss erfiður og
til hugraunar, en mun það ekki stafa af því, að vér vorum ekki
nógu athugul og auðmjúk fyrir Guði, vér höfum gleymt því
að spyrja hann, hver væri hamingjuleiðin, vér höfum jafnvel
gleymt, hver er gjafari allra tímanlegra og eilífra hluta: Guð
sjálfur.
Frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir.
Benjamín Kristjánsson.