Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 11

Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 11
Viðtcrl við dr. Regin Prenter, prófessor. Dr. Regin Prenter, guðfræði- prófessor í Árósum, er einn af kunnustu guðfræðingum Norðurlanda nú á tímum. Sérgrein hans er rannsókn á ævi og ritum Lúthers og hef- ur hann víða flutt fyrirlestra um þau efni, síðast í haust hér í Reykjavík á vegum Há- skóla íslands. — Hefur dr. Prenter nokkrum sinnum áð- ur heimsótt ísland og er mjög vinveittur oss íslend- ingum. Ritstjóri Kirkjurits- ins lagði fyrir hann eftirfar- andi spurningar, sem hann hefur nú góðfúslega svarað. — Hver virðast yður höfuðeinkenni dansks kirkjulífs nú á tíyturn? Straumamót þess, sem kalla mætti „lýðkirkjustefnu“ og „há- kirkjustefnu“. Annars vegar gætir mikils trausts á því þjóð- kirkjuskipulagi, sem menn hafa að erfðum tekið, þrátt fyrir það, Pótt meiri hluti almennings snúi æ meira baki við guðsþjónust- unni og noti kirkjuna einvörðungu sem ,,trústofnun“ til viðhalds nokkurra „nauðsynlegra" helgisiða: skírnar, fermingar, hjóna- vígslu, greftrunar. (M. ö. o. heiðin „þjóðtrú“ með kristnum »gljáa“). Andspyrna þessa er á hinn bóginn runnin frá hópi nokkurra tiltölulega ungra presta, sem halda úti fjölrituðu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.