Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 12
58
KIRKJURITIÐ
tímariti: „Reformatio11. Tilgangurinn er sá að marka skýrt
kirkjuleg einkenni hinnar sönnu kirkju og undirstrika gildi
guðsþjónustunnar, náðarmeðalanna og embættisins.
— Standa Jiinar eldri stefnur: Indre Mission, grundtvigian-
isme og Tidehverv enn í fullum blóma?
Því verður vart svarað játandi. Sennilega er vegur Heima-
trúboðsins enn mestur. En svo er að sjá sem unga kynslóðin sé
i þann veginn að taka sig út úr og leggja út á „nýja“ braut með
því að fitja upp á starfsemi, sem kallast „Ný heimili". Og þótt
hreyfing þessi sé runnin frá Heimatrúboðinu, hefur hún sín sér-
einkenni á margan hátt. Ég get ekki betur séð en að grundtvigs-
stefnan standi höllum fæti. Hef ég þar að vísu aðeins hið
kirkjulega tillit í huga. Hér er hins vegar enginn dómur lagð-
ur á grundtvigismann sem lýöhreyfingu og alþýðuskóla hennar.
Meðal yngri presta verða kröftug áhrif Tidehverv(timamóta)-
stefnunnar þess valdandi, að hin gömlu grundtvigsku einkenni
mást meir og meir. Annars er þessi síðastnefnda stefna raunar
ærið einangruð að slepptum fyrrgreindum áhrifum hennar á
unga grundtvigssinna.
— Gœtir þess ekki í Danmörku, að kirkjan grípi til nýrra
starfsaöferöa meö tilliti til breyttra viöhorfa eftir styrjöldina?
Jú, — þess gætir á marga vegu, þótt erfitt sé að draga upp
ljósa mynd af því. I hinu risavaxna iðjuveri Danfoss á Als,
hefur prestur verið ráðinn til starfa í reynsluskyni, en mér er
ókunnugt um, hvernig það hefur gefizt. I Álaborg hefur verið
gerð tilraun í þá átt að skipa „fjölbýlisprest", þ. e. prest, sem
starfi í ákveðinni húsasamstæðu, þar sem sérstakur messusalur
hefur verið gerður í byggingunni í þessu skyni. Hið rétta form
á þessu sviði virðist þó enn ófundið. Svo virðist sem hafizt sé
handa um fjölmargt á sviði æskulýðsmálanna, t. d. innan K.F.
U.M. En mér finnst, að vér eigum enn margt ólært á þeim
vettvangi.
— Er ekki samband ríkis og kirkju enn gott og náiö í landi
yöar? Mér skilst, aö Verkalýösflokkurinn sé vinsamlegri í garö
kirkjunnar en áöur var. Er þaö rétt?
Samband ríkis og kirkju er gott, eins og vera ber í lýðfrjálsu
landi. Árekstrar geta að vísu komið fyrir, svo sem kom í ljós,
þegar lögin um kvenprestana voru sett. En ekki hefur verið
um neinar háskalegar deilur að ræða, né útlit fyrir, að þær