Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 13

Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 13
KIHKJURITIÐ 59 komi upp á teningnum, á meðan lýðræðið þróast á heilbrigð- an hátt. Það er laukrétt, að verkalýðshreyfingin er almennt talað vinsamleg í garð kirkjunnar. Það á rætur að rekja til þess, að fjölmargir verkamenn í borgasóknunum eiga virkan þátt í starfsemi sajnaöarráðann-a. Þess verður líka vart, að skilningur sumra leiðtoga verkalýðsflokksins á starfi kirkjunnar og sam- úð þeirra með því fer sívaxandi. Hér á forsætisráðherrann nú- verandi, Viggo Kampmann, mestan hlut að máli. Hann hefur nýlega látið falla eftirtektarverð ummæli í þá átt, að ríki og kirkja hefji samstarf til hjálpar hinum vanþróuðu löndum á vegum hins kristna trúboðs. — Hvað er að frétta af kirkjusókiiinni, fer hún vaxandi eða minnkandi ? Þessari spurningu er torvelt að svara almennt talað, sakir þess, að vér höfum engar traustar skýrslur um kirkjusókn í Danmörku. Svo virðist sem kirkjusókn fari vaxandi í nýjum sóknum, þar sem kirkjur hafa verið reistar. En sé miðað við allt landið, verður því víst alls ekki leynt, að kirkjusókninni hrakar stöðugt. — Kaupmannaliafnarsti'pti hefur nýlega verið skipt, svo sem kunnugt er. Viljið þér segja nokkuð af því tilefni? Það eitt, að þessi skipti voru óhjákvæmileg, og æskilegt væri, að ekki stæði jafn lengi á þeim næstu. —- Ég harma, live vér íslendingar erum ókunnugir dönsk- um guðfræðibókmenntum og starfi, sem og almennum ritum um trúarleg efni síöustu áratugina. Getiö þér bent á nokkuö, sem orðið gæti til úrbóta t þessum efnum? Vera má, að nokkuð yrði hér bætt úr skák, ef „Kirkjuritið" gæti fengið „Kristeligt Dagblad“ sent sér að kostnaðarlausu. Enn fremur „Præsteforeningens Blad“ og „Dansk Teologisk Tidsskrift", sem flytur mikið af ritfregnum. Og ef einhver ung- Ur íslenzkur guðfræðingur fengist svo til að rita gagnorðar yfirlitsgreinar á þessum grundvelli. Hitt kynni þó að reynast enn betra, ef unnt væri að koma því 1 kring, að einhver dansk- Ur fréttaritari skrifaði að staðaldri um dönsk guðfræðirit, t. d. Finn Tulinius. — Geriö þér yður vonir um, að kaþólska kirkjan sýni meiri skilning og fúsleika til kirkjulegs samstarfs og einingar í nán- ustu framtíð heldur en hingað til?

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.