Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 14
60 KIRK JURITIÐ Já, ég vænti þess. Það er margt, sem til þess bendir. Eitt af því er heimskirkjuþingið, sem boðað hefur verið. Að sjálfsögðu má ekki ofmeta þessa hluti. En ég hef þá trú, að innan róm- versk-kaþólsku kirkjunnar sé smám saman að skapast ný afstaða til annarra kirkjudeilda. — Hver er skoöun yöar á stööu kirknanna í Asíu og Afríku og iivernig málum trúboðsins muni vinda fram? Að kristindómurinn muni lenda í höfuðorustu við ný heims- trúarbrögð (Hindúa-, Búddha- og Múhameðstrúboð) og enn fremur kommúnismann, sem skeri úr um, hvað móta skuli hina andlegu og hugsjónalegu þróun í þessum löndum. Jafnhliða verða hinar nýju kirkjur þessara landa að leysa trúboðið af hólmi og hið kristna trúboð að losna argerlega úr öllum bönd- um við vestræna heimsveldishyggju. —- Vilduö þér taka nokkuö fleira fram? Þetta: Ég hef fylgzt með því að miklum áhuga — þótt raun- ar sé aðeins á yfirborði — hvílík geysiþróun hefur átt sér stað á íslandi nú á dögum og hvað íslenzka kirkjan stendur þar af leiðandi andspænis miklum risaátökum. Ástandið er líkt og hjá oss og því full þörf á, að kirkjur Norðurlanda séu samstilltar á þessum erfiðu umbrotatímum. Ég vona, að samband íslenzku kirkjunnar við hinar norrænu kirkjurnar, einkum hina dönsku, eflist mjög á næstu áratugum. Norræni prestafundurinn á ís- landi var hið ágætasta upphaf slíks. En því verður „að fylgja duglega eftir“, eins og sagt er er nú á dögum, — einnig með samfundum leikmanna. Hringabýtti við hjónavígslu tíðkast ekki á Islandi. En séra Finn Tulinius skýrir frá því i Præsteforeningens Blad, að íslenzk brúðhjón biðji sig ósjaldan að draga hringina á hönd þeim fyrir altarinu. Hafi hann þá þennan formála: „Sjá, nú færi ég yður þennan hring trú- festinnar, sem gerður er af hinum hreina málmi, sem ekki getur spillzt af neinu i þessum heimi. Hann hefur hvorki upphaf né endi og er því tákn eilífðarinnar.11

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.