Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 16

Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 16
62 KIRKJURITIÐ störf. Til undirbúnings þeim dvaldist hann í verzlunarskóla í Kaupmannahöfn 1918—1919. Eftir heimkomuna varð honum þó ljósara og ljósara, að sönglistin átti hug hans, og henni vildi hann helga æfistarfið. Réðst hann því aftur til utanfarar 1920 til sönglistarnáms. Á leiðinni henti hann sjóslys, svo að hann velktist í sjónum um tvær stundir. Þá hét hann að vinna Guðs kristni það, er hann mætti, ef honum yrði lengra lífs auðið. Hann stundaði nám í Konunglega tónlistarskólanum í Kaup- mannahöfn 1920—1923 og lauk þaðan prófi með lofi. Var söng- ur aðalnámsgrein hans, og hélt hann á næstu árum nokkrum sinnum söngskemmtanir í Reykjavík. En hugur hans stóð til framhaldsnáms, og nam hann söng á ítalíu 1926—7. Síðan hvarf hann heim alkominn. Hann hóf nú söngkennslu, og þótti vel takast, því að hann var frábærlega áhugasamur og dugmikill, og urðu sumir nem- enda hans seinna víðkunnir einsöngvarar. Árið 1929 gerðist hann kennari í söng og tóni við guðfræðis- deild Háskólans og hélt því starfi til æfiloka. Varð hann mjög vel metinn af nemendum sínum og kom þeim flestum til nokk- urs þroska. Ýmsir færðust að vísu mjög undan því að tóna, en honum tókst með lagni og þolgæði að kenna þeim að tóna sæmilega. Margir leituðu einnig tilsagnar hans aftur eftir nokk- urra ára prestsskap. Má guðfræðisdeildin þakka honum þetta mikla og góða starf. Um svipað leyti hóf Sigurður jafnframt að kenna söng hjá Sambandi íslenzkra karlakóra, en það var stofnað 1928, og starfaði hann hjá því óslitið að kalla til 1941. Hann æfði ýmsa kóra, m. a. um hundrað manna flokk undir Alþingishátíðina á Þingvöllum. Þótti þetta verk allt takast giftusamlega. Á fyrstu biskupsárum Sigurgeirs Sigurðssonar tókst honum að fá samþykkt af Alþingi lög um embætti söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Og var Sigurður Birkis skipaður í það embætti 1941. Kom brátt í ljós, að hann var þar réttur maður á réttum stað, og gegndi hann þessu embætti við almenna ánægju þjóð- arinnar nær því tvo áratugi. í Kirkjuritinu er útdráttur úr ársskýrslum hans, og verða þær því ekki raktar hér. Aðeins skal drepa á fátt eitt, er varp- ar ljósi á það, hve þetta var mikið og merkilegt starf.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.