Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 17

Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 17
KIRKJUKITIÐ 63 Kirkjukórar voru alls stofnaðir 203 í embættistíð Sigurðar. Mjög marga þeirra stofnaði hann sjálfur, en aðstoðarmenn hans suma. Þurfti hann að ferðast mikið um landið til þess og kenna söng um lengri eða skemmri tíma á ýmsum stöðum og var alls staðar aufúsugestur. Var vinnudagurinn oft mjög langur, en aldrei ,,aktaskrift“ á neinu. Þótti undrum sæta, hve fljótur hann var til þess að vekja brennandi áhuga og æfa raddirnar til góðs söngs, enda leit hann svo á, að flestir íslendingar hefðu góða hæfileika til söngs og sumir afbragðsgóða. Af þessum kórum voru tveir barnakórar, og gjörði söngmála- stjóri sér vonir um það, að aðstoðarkórar barna yrðu við sem flestar kirkjur á landinu á komandi tímum. Kirkjukórarnir hafa orðið miðstöð söngmenningar hver í sinni sókn. Þeir hafa ekki aðeins annazt söng við messur og aðrar kirkjulegar athafnir, heldur efnt til annarra samsöngva opinberlega, alls 1671 sinni. Þróun hefur orðið með eðlilegum hætti. Kórarnir hafa mynd- að sambönd sín í milli. Var* fyrsta kirkjukórasöngmótið haldið 1946, og síðan eru þau alls orðin 56, Loks var stofnað Kirkju- kórasamband íslannds 23. júní 1951. Var söngmálastjóri aðal- hvatamaður þess og formaður síðan til æviloka.. Hefur Kirkju- kórasambandið unnið mjög mikið og margir kennarar ferðazt á vegum þess og kennt kórum víða um lnad. Á Skálholtshátíð- inni 1956 annaðist sambandið kórsöng, sungu þar menn úr 22 kirkjukórum. Annar höfuðþáttur í starfi söngmálastjóra, og þó náskyldur hinum, var stofnun og starfræksla Söngskóla Þjóðkirkjunnar. Fyrsti vísir að skólanum var nokkur kennsla söngmálastjóra að vetrinum í söng og organslætti þeim til handa, sem ætluðu að verða prestar, söngkennarar eða organleikarar. En skólinn tekur til starfa í ársbyrjun 1948 og stendur síðan yfir árlega 1. nóv.—1. maí. Voru kenndar. þessar námsgreinar: Söngur, organleikur, kórstjórn, messusöngur og tónfræði. Kennsla söng- málastjóra fór fram á heimili hans, stundum allan daginn frá því kl. 10 á morgnana. Hann hefur talið saman þá, er notið hafa ókeypis kennslu í organslætti frá y2 mánaðar námskeiðum allt til 4 vetra, og eru þeir 223. Þetta mikla starf var unnið af kærleik og kristilegum og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.