Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 18
64
KIRKJURITIÐ
kirkjulegum áhuga. Það var þátturinn styrki, sem hélt því öllu
uppi. Ella hefði Sigurður ekki fengið innt það af höndum.
Engum var það ljósara en sjálfum honum.
Söngurinn var i augum hans dásamleg Guðs gjöf, sem ætti
að verða þjóð vorri allri til andlegs félagsþroska. Hann væri
sakramenti fegurðarinnar, vegurinn milli himins og jarðar.
Hann ætti að rísa á kirkjulegum grunni og myndi þannig verða
til ómetanlegrar blessunar trúarlífi og menningu þjóðarinnar.
Kynni mín af Sigurði Birkis voru orðin löng. Ég kynntist
honum fyrst, er ég var prestur í Stykkishólmi. Hélt hann þar
samsöngva við fjórða mann og söng sjálfur efstu rödd. Þótti
mikið til koma. Seinna heyrði ég hann syngja í Reykjavík.
Man ég bezt eftir því, er hann söng við jarðarför nokkur vers
úr sálminum: Ó, blessuð stund. Það var söngur af hreinu hjarta.
Og síðan hef ég oft minnzt í sambandi við Sigurð orðanna:
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Fegurð list-
arinnar og hreinleikans fóru saman.Við vorum samverkamenn
við guðfræðisdeild háskólans, og enn nánari varð samvinnan
á biskupsárum mínum. Allar misfellur tók hann sér mjög nærri,
hversu smáar sem voru. En vandvirkni hans og skyldurækni
voru sönn fyrirmynd. Er ljúft að minnast þess með þökk.
Sigurður kvæntist 11. júlí 1936 Guðbjörgu Jónasdóttur lækn-
is Kristjánssonar á Sauðárkróki, og eignuðust þau tvö börn,
Regínu og Sigurð Kjartan. Kom ég alloft síðustu árin á heim-
ili þeirra. Það var unaðslegt, enda mun Sigurður hafa verið
frábær heimilisfaðir.
En hér skal ekki telja harmatölur. Er það harmabót hin
bezta, að Sigurður Birkis var gæfumaður, sem fékk að vinna
það starf, er hann kaus helzt, og gerðist brautryðjandi til
heilla kirkju íslands.
Ásmundur Guðmundsson.
Söngurinn lifir af allar prédikanir í minningunni. —- Henry Giles.
Bregztu aldrei þinni beztu sannfæringu. — W. E. Clianning.
Enginn her getur ráðið niðurlögum þeirrar hugsjónar, hvers tími
er fullnaður. — Victor Hugo.