Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 20
66
KIRKJURITIÐ
gengu beint að aðalatriðum málsins. Þeim var ljóst, að kirkj-
an hafði orðið útundan hjá þingi og stjórn um mörg undan-
farin ár. Samt var íslenzka kirkjan elzt og áhrifamest af öllum
menningarstofnunum í landinu, en valdamenn þjóðfélagsins
höfðu lengi vanrækt að sinan högum hennar og þörfum. Eftir
fráfall Péturs Péturssonar biskups hafði gætt margra og sundur-
leitra strauma í kirkjumálum þjóðarinnar. Gengi hennar og hag
hnignaði á margan hátt frá því um aldamót. Fræðslumál æsk-
unnar voru að mestu tekin úr höndum kirkjunnar og færð yfir
í skólana. Um 1930 voru launakjör presta svo slæm, að ungur
guðfræðingur, sem kom frá embættisprófi, með venjulegan
skuldabagga á herðum í brauð úti á landsbyggðinni, átti lít-
ið eftir af fyrstu árslaunum sínum, þegar hann hafði keypt
nauðsynleg messuklæði, hest og reiðtygi. Síðan bættust við
margar aðrar þarfir fyrir prest í sveit. Hann þurfti bústofn,
margs konar áhöld við framleiðsluna, bækur og starfsfólk til
heimilisverka, ef unnt átti að vera að fylgja gömlum búvenj-
um sveitaprestanna.
Nefndin tók strax til meðferðar nokkur vandamál kirkjunn-
ar, en hreyfði ekki í fyrstu flóknum ágreiningsmálum, sem
þó var þörf að sinna. Nefndinni var ljóst, að stjórnin og þingið
þurftu að kynnast þeirri hugsun, að kirkjan væri lifandi grein
á meiði þjóðlífsins, sem yrði að gera kröfur til eðlilegra lífs-
skilyrða. Nefndin sótti fast róðurinn um nokkur áhugamál og
bjó á tiltölulega skömmum tima sex frv. undir meðferð þings-
ins. Kennslumálaráðherra lagði málin fram á Alþingi með til-
heyrandi stuðningi, og verður ekki annað sagt en að þingið
tæki þessum kirkjumálum betur heldur en búast mátti við eftir
háskalega deyfð undangenginna ára.
Fimm af þessum kirkjumálafrumvörpum voru að lokum stað-
fest sama dag, 6. júlí 1931. Það voru lög um Bókasafn presta-
kalla, Utanferðir presta, Kirkjuráð, Embættisbústaði presta og
aukatekjur þeirra, og Hýsing prestssetra. Sjötta frumvarpið
var mikill lagabálkur um kirkjugarða. Það hlaut staðfestingu
ári síðar, 21. febrúar 1932. Áður en vikið verður að einstökum
þáttum þessarar löggjafar þykir við eiga að benda á, að kirkju-
málanefndinni hafði tekizt að haga svo störfum, að Alþingi
og þjóðin tók vel tillögum nefndarmanna. Hvergi gætti ósann-
gjarnrar andúðar gegn frumvörpunum við meðferð þeirra í