Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ 67 þinginu. Fyrstu sókn aldamótamanna í þjóðkirkjumálum lauk nieð glæsilegum sigri. Síðan tók við langur og viðburðalítill hvíldartími í kirkjumálalöggjöf. Það er eftirtektarvert, hve hagsýn nefndin reyndist í þessu löggjafarlandnámi þjóðkirkjunnar mitt í upplausn og hringiðu hinna mörgu upplausnarstrauma, sem gætti svo mjög um þess- ar mundir í trúarlífi íslendinga. Nefndin sneri sér fyrst að bókaskorti presta. Henni var ljóst, hve margháttaðir erfiðleik- ar biðu prests, sem kominn var frá löngu skólanámi að nýju brauði, þar sem hann varð að búa við óhentug húsakynni og margs konar erfiðleika. Hann vantaði bækur, blöð og tímarit, innlend og erlend, til að fylgjast með stefnum og straumum samtíðarinnar. Nefndin lagði til, að úr þessu skyldi bæta með nýju skipulagi — bókasafni prestakalla. Hér var um að ræða andlega tryggingarlöggjöf fyrir þjóðkirkjuna. Bókasafn presta- kallanna átti að fylgja brauðinu. Það var miðað við þarfir presta og áhugasamra safnaðarbarna, sem vildu fylgjast með í kirkju- legum bókmenntum. Næsti liður var um utanfararstyrk presta, Þar var gert ráð fyrir, að ríkissjóður skyldi árlega veita nokk- urt fé á fjárlögum í þessu skyni. Hér var merkileg nýjung. Til- gangurinn auðsær að tryggja starfsliði þjóðkirkjunnar með ferðum til útlanda nýjar leiðir til að geta fylgzt í sjón og raun með kirkjulegum málum 1 öðrum menningarlöndum. Gera mátti ráð fyrir, að skipulegar utanferðir íslenzku prestanna mundu leiða nýja og holla strauma frá stærri þjóðum í íslenzku þjóð- kirkjuna. Hér var um að ræða algera nýjung og fyrsta mark- verða sporið, sem stigið var í þá átt að gefa ríkiskirkjunni tækifæri til að mynda sambönd við stallsystur sínar í öðrum iöndum. Utanfararstyrkur presta hefur verið mikið notaður einkum hin síðari ár. íslenzkir prestar hafa heimsótt stall- bræður sína á Norðurlöndum, Þýzkalandi, Englandi og nokkuð í Ameríku. Lögin um kirkjuráðið var mikil nýjung í stjórnar- skipun þjóðkirkjunnar. Hér var stigið fyrsta sporið til að gefa ríkiskirkjunni nokkra félagslega heimastjórn.. Lögin um kirkju- ráð komu strax til framkvæmda og hafa haft mikla þýðingu. Biskup landsins, tveir áhrifamenn úr prestastétt og tveir valdir leikmenn hafa í þrjátíu ár unnið í bróðerni að lausn margra kirkjulegra vandamála. Kirkjuráðið hefur orðið fyrirmynd að annarri enn viðameiri kirkjulegri lýðræðisstofnun með sjálf-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.