Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ 71 inni og blekkingunum er miskunnarlaust beitt í flokksbar- áttunni, bæði í blöðum og á mannfundum. Þetta er ekki mín uppfinning, hvað þá uppspuni. Öll blöðin segja það daglega, sð hin flokksblöðin ljúgi svo að segja öllu. Og í útvarpsumræð- um frá Alþingi bera andstæðingarnir stöðugt lygi hver á ann- an. Þar um er þjóðin öll til vitnis. Það liggur líka öllum í augum uppi, sem lesa blöðin að stað- aldri, að það er næstum því ógerningur að fá hlutlausa fræðslu um innanlandsvandamál. Og meira að segja oft ekki um út- lend stjórnmál heldur. Alveg eins og hver flokksforysta lætur í hernaði flokksmönnum sínum þær upplýsingar ein- ar í té, sem henni finnst bezt henta, og gefur henni eingöngu þær skýringar, sem henni þóknast. Venjulegasti gangur mál- anna hér í landi er sá, að flokksmennirnir heyra það á ein- hverjum fundi eða lesa það í blaði sínu, að flokkurinn hafi nú ákveðið þetta og þetta — og það er undirskilið, að þeirra sé það eitt að hlýða. Hvort sem þeir botna nokkuð í málinu — eða eru því samþykkir í hjarta sínu eða ekki. Er þessi stjórnmálaaðferð æskileg? Er hún grundvöllur og skilyrði hins sanna og rétta lýðræðis? Gæti nokkur játað því? Þetta er flokkaeinræði, en ekki lýðfrelsi. Lífsskilyrði lýðræðisins er almenn menntun og menning þegn- anna. Hver einasti karl og kona í lýðræðislandi á að geta gert sér sem bezta grein fyrir þjóðmálunum. Til þess þurfa blöð og útvarp, fundir og margt fleira að hjálpa honum. íslenzk blöð bregðast öll þessu hlutverki meira og minna. Þau eru fyrst og fremst flokksblöð — en ekki þjóðarinnar. Þau villa mönnum oft frekar sýn í mikilvægum þjóðmálum heldur en þau greiði úr þeim. Vér, sem viljum vita sannleikann um efnahagsmálin t- d., förum oftast i geitarhús að leita ullar með því að lesa blöðin. Þeim ber sem sé engum saman um þau mál. Og ef vér trúum ekki í blindni á einhverja flokksforingja, vitum vér naumast aðalstefnuna — hvað þá meira. Litlu vitrari komum vér af flestum fundum um landsmálin. Þessi vantrú á sigurmátt sannleikans og þessi ótrúlega lítils- virðing á hinum „háttvirta kjósanda", er mein í þjóðlífinu, sem leita verður allra ráða við að lækna. Trúin á lygina reynist ævinlega og alls staðar haldlaus og til skaðræðis, þegar til lengdar lætuur. Hvort heldur æðri eða

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.