Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 27

Kirkjuritið - 01.02.1961, Side 27
KIRKJURITIÐ 73 til stuðnings, hvort sem hann boðaði trúarsannindi, sem hjart- að eitt fékk gripið (svo sem um föðurkærleika Guðs) eða sam- skipti vor við náungann (sbr. söguna af hinum miskunnsama Samverja). Vér erum ekki upp úr því vaxnir að leitast við að læra af honum, en forðast öfgarnir til beggja handa. Kirkjusiðir. Nú er vaxin upp kynslóð í landinu, sem að mestu leyti hef- ur ekki vanizt því að koma í kirkju. Og önnur í uppsiglingu. Það er því að vonum, að þess verður æ meira vart, að mið- aldra fólk og þaðan af yngra veit ekki skil á algengustu kirkju- siðum. Karlmenn taka að vísu enn ofan, þegar þeir ganga í kirkju — næstum undantekningarlaust, enda þótt ekki sé um helgiathafnir að ræða. En allur þorri karla og kvenna er óviss urn, hvenær á að standa upp í messu og við skírnir og jarðar- farir. Það kemur t. d. fyrir, að enginn hefur forystu um að standa upp, þegar kastað er rekum inni í kirkju, nema gefin sé bending í þá átt. En ekki nær átt, að menn sitji þá, frekar en við gröfina. Nokkuð er það líka á reiki, hvenær hinir og þessir Prestar ætlast til að staðið sé upp, sérstaklega í sambandi við ákveðinn sálmasöng. Þannig er sums staðar venja, að staðið er UPP, þegar sungið er versið: Son Guðs ertu með sanni, — en annars staðar ekki. Enda hið fyrra tiltölulega nýtilkomið. Af þessu má ætla, að rétt væri, að herra biskupinn sendi prestum °g sóknarnefndum umburðarbréf um almenna kirkjusiði, fyrst °g fremst til verndar þeim, sem fornir eru, en einnig til varn- aðar gegn því, að gengið sé of langt í því efni, að prestar eða einstaka söfnuðir kunni sér ekki hóf í því að taka upp óþarfa nýbreytni, sem ruglar aðra í ríminu og er ef til vill á engan hátt iil neinna bóta. Sannleikurinn er sagna beztur. Áfengismálin eru nú óvanalega mikið á dagskrá, sérstak- iega vegna þess, að sumir sækja fast, að leyfð verði bruggun °g sala áfengs bjórs í landinu. Ég ef einn af þeim, sem óttast, eð það yrði háskalegt fyrir unglingana, enda þótt óneitanlega henni ósamræmis í því að banna slíkt, en selja hin sterku vínin Jafn hömlulaust og gert er.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.