Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 30
76
KIRKJURITIÐ
Séra Sigtryggur Guðlaugsson gerðist á unglingsaldri leiðtogi,
hinn mikli fræðari, en um fram allt fyrirmynd. Hann var dáð-
ur af lærisveinum sínum og tók snemma að móta þá til mann-
dóms og liðveizlu við allt, sem var fagurt og göfugt. Stofnandi
,,Sumargjafar“, Steingrímur Arason hlustaði barn að aldri
hugfanginn á kennslu hans og Lárus Rist hreifst af líkamlegu
atgervi hans.
Séra Sigtryggur var gæddur miklu starfsþreki og gerði alltaf
mestar kröfur til sjálfs sín. Hann var alvörumaður, en gat ver-
ið manna glaðastur, og vom tilsvör hans oft beitt eða glettin.
Hann var skáldmæltur vel, þótt ekki legði hann mikla stund á
skáldskap. í handriti er til eftir hann allstórt leikrit, og sögum
breytti hann í sjónleiki ásamt Kristni bróður sínum.
Séra Sigtryggur var að eðlisfari nokkur einfari og hlédrægni
barðist við hvöt hans að koma hugðarefnum í verk og styðja
góð mál. Félagslund hans var hins vegar rík og hafði þróazt
fyrir áhrif bernskuheimilis og átthaga og manna eins og Guð-
mundar Hjaltasonar og séra Jónasar á Hrafnagili.
Skapmaður var séra Sigtryggur, en hafði góða stjórn á þeim
tilfinningum sem öðrum og lét verða hreyfiafl og orkugjafa
með sjálfum sér til nytsamlegra hluta og hollrar skapgerðar-
mótunar.
Manna hagsýnastur var hann og sparsamastur og óeigin-
gjarnastur, en hins vegar flestum fremri um rausn, er honum
þótti eitthvað við liggja, er til almenningsheilla horfði..
Hann var ákaflega skilvís og reglusamur um allar fjárreiður,
galt kaup ríflega og, er hlaupa skyldi undir bagga með nauð-
stöddum, var framlag hans meira en efni stóðu til.
Hann gaf laun sín nær öll við Núpsskóla stofnuninni.
Sonum sínum, þeim Hlyni veðurstofustjóra og Þresti stýri-
manni landhelgisgæzlunnar, var hann hinn bezti faðir, bróður
sínum Kristni og systur Sigrúnu var hann trúfastur og frænd-
fólki sínu tryggur og traustur. Eiginmaður var hann ágætur,
en alltaf var hagur nemenda hans og velferð og samfélagsins til
jafns ríkur í huga hans og afkoma hans sjálfs og nánustu ást-
vina.
Séra Sigtryggur hafði traustar gáfur. Einkum var hann ágæt-
ur stærðfræðingur. „Það er allt rétt hjá einum ykkar, honum