Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 77 Sigtryggi," sagði Björn Jensson stærðfræðikennari Latínuskól- ans í öðrum tíma hans 1 þeirri grein. 1 hinum fyrsta hafði gáskafullum bekkjarbræðrum hans þótt hann fara klaufalega að við dæmi. Nemendum séra Sigtryggs er stærðfræðikennsla hans ógleym- anleg. Allur málflutningur hans var og rökfastur og djúphugs- aður. Kom það vel fram í kirkjuræðum hans og ekki sízt í lík- ræðum. Allt yfirborðsglamur var fjarri honum, en stundum var eins og hin óbrigðula vandvirkni hans og látleysi léti ekki snilld gáfnanna njóta sín og skerti frjálst flug þeirra. Séra Sigtryggur var listhneigður maður, allt handbragð var snilldarlegt, listaskrifari og allir kannast við tónlistargáfu hans. Altarisþjónusta hans var einstaklega áhrifamikil og eins og lyfti Veggjum og þaki kirkna hans og hlaut að hrífa söfnuði hans að hjartans grunni. Enn er frábærlega séð fyrir söngstjórn 1 kirkjum séra Sigtryggs, þar sem þeir eru Jón Sv. Jónsson í Sæbólskirkju, Haukur bróðursonur hans í Núpskirkju og Guð- jón T. Davíðsson í Mýrakirkju. Allt lærisveinar séra Sigtryggs. Skrautgarðurinn „Skrúður“ er vitni um listfengi séra Sig- tryggs og konu hans frú Hjaltínu Guðjónsdóttur, en þar kemur fram það, sem mestu máli skipti um hann: Ræktunarhugsjón hans, brennandi löngun hans að láta gott af sér leiða í prests- stöðu og skólastjórn og alls staðar þar, sem hans gat gætt á sviði félagsmála, svo sem innan Góðtemplarareglunnar, sam- vinnuhreyfingarinnar, frelsisbaráttu þjóðarinnar, og þar sem liðs var þörf góðu málefni. Skapfesta séra Sigtryggs og trygglyndi var eftirtektarvert og hversu hann beitti sínum hlýju og traustu hugartökum að því að láta vöxt verða í kringum sig. Séra Sigtryggur samdi dálitla skáldsögu á námsárum sínum, er birtist í Sögusafni Þjóðólfs og heitir „Vesturförin“.. Eins og vænta má leggst hann þar gegn vesturförum. 1 lok sögunnar segir svo: „Hérna skulum við setjast niður undir runnann og segja hvort öðru sögur. Hér vildi ég, að ég gæti byggt okkur skemmtihús og garð.“ „— En hvað hér er yndislegt! Við verðum fyrst að syngja eitt lag til þess að vígja staðinn. — Lækurinn syngur líka með okkur.“ Ég sé í þessum orðum hins unga manns heila mannsævi, helgaða gróðri og söng. „Skemmtihúsið" er litli blómaskálinn í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.