Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 33

Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 33
KIRKJURITIÐ 79 en það er eins og alltaf sé heiðskír himinn, þar sem þessi mað- ur fer. Enda er leiðarstjarnan innra með honum? Barn er að leik við götuna. Gamli presturinn staðnæmist hjá því. Hann virðist fara að spjalla við það. Hann er að benda því eins og hann væri að vísa til vegar. Barnið hlustar og horfir hugfangið. Dýrafjörður er fagur. Fegurst af stjörnum á himni hans er Betlehemsstjarnan. Guð blessi séra Sigtrygg Guðlaugsson fyrir að hafa bent oss á stjörnuna fögru og hvatt oss til með fordæmi sínu að binda vagn viðleitni vorrar við hana í bæn og trú. Eiríkur J. Eiríksson. Mótmœli. í dálítið forskrúfaðri grein ber Urban Gad leikhússtjóri sig UPP undan dönsku helgidagalöggjöfinni, vegna þess að hún leggur hömlur á skemmtanalífið um hátíðar. Hún er svo ótæk, að ef litið er út um bílglugga á stórhátíðardegi, er engu líkara eu allt landið sé komið í eyði. Jafnvel runninn á akrinum verður blátt áfram að táknmynd leiðindagyðjunnar . Eflaust hefur maðurinn ekki látið sér til hugar koma, hvað þessi „fyndni“ hans hlyti að særa kristilega þenkjandi fólk, sem uPprisudagur Krists gefur skilning á ætlun lífsins og finnst Danmörk aldrei fegurri en þegar hljómur páskaklukknanna fyllir loftið. Og þótt ég taki þann hugsanlega möguleika með í reikninginn, að runnar akursins yrðu eitthvað upplífgaðri við, eð rauða luktin gæfi til kynna, að uppselt væri í leikhúsinu á Nörrebro, hlýtur mér samt að leyfast að minna leikhússtjórann allra virðingarfyllst á, að listamenn eru iðulega kristnir. Þess vegna getur það ekki verið neitt keppikefli löggjafanna í kristnu landi að tálma þeim hátíðahaldið. Enn fremur að fræða hann um, að það eru ekki allar stofnarir lokaðar á páska- né hvíta- sunnudag. Kirkjurnar standa sem sé opnar. Þér ættuð nú að brega út af vananum og fara einhvern tíma í einhvorja þeirra og minna yður á það í miðri messunni, að stundum getur sál- inni verið gagnlegra að láta sér leiðast heldur en að skemmta sér. Kaj Munk (G.Á.)

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.