Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 34

Kirkjuritið - 01.02.1961, Síða 34
Frá Gotlandi. í Eystrasalti, undan strönd Svíþjóðar, eru tvær allstórar eyj- ar, Eyland og Gotland. Eru þær á sænsku yfirráðasvæði. Sú síðarnefnda, Gotland, er allmiklu stærri og einnig fjær strönd- inni. Er klukkustundar flug frá Stokkhólmi til Visby á Gotlandi. Höfuðborg eyjarinnar, hin sögufræga Visby innan hinna fornu virkismúra, hefur að geyma merkar minjar 13. aldarinn- ar í borgarskipan og byggingarlist. Það er vandkvæðum bundið að aka bílum um hinar mjóu, steinlögðu götur og hreint ekki hættulaust fyrir vegfarendur heldur, því að gangstéttir eru víða litlar sem negar. Rústir margra kirkna víðs vegar um borg- ina vekja mikla athygli ferðamanna. Dómkirkjan er eina mið- aldakirkjan, sem enn er undir þaki, heil og óskert. Er hún byggð úr hvítum kalksteini, eins og allar fornar byggingar í Visby, og var vígð 1225. Er hún helguð Maríu guðsmóður og oft nefnd Maríukirkjan. Hver gluggi hefur að geyma mikið listaverk, sem sett er saman úr mörgum smárúðum. Kirkjan og listaverkin, sem hún geymir, lofa hina miklu meistara, sem hér skópu sérstæðan stíl. Á uppgangstímum Gotlands voru byggð- ar fjöldamargar kirkjur víðs vegar um alla eyjuna og þær skrýddar hinum fegurstu listaverkum. Vér horfum með sorg á hinar miklu kirkjurústir í Visby og reynum að gera oss í hugarlund, hve mikið hafi hér glatazt af listaverkum og margs konar dýrgripum. Blómaskeiði borgarinnar lauk 1361, er Valde- mar Atterdag Danakonungur tók Visby herskildi. Upp úr því dregst verzlunin saman, fátæktin heldur innreið sína og hrörn- un á öllum sviðum fylgir í kjölfarið. Visby ber enn í dag svip- mót löngu liðinna tíma, og hún er ekki lík nokkurri annarri sænskri borg. Ekkert hérað Svíþjóðar er eins auðugt af minn- ismerkjum frá miðöldum og Gotland,, enda hafa margar bygg- ingar frá þeim tímum varðveitzt til vorra daga. Af 92 kirkjum á Gotlandi er aðeins ein, sem ekki er frá miðöldum, þótt hluti þeirrar kirkju sé frá þeim tíma. Elztu hlutar margra kirkna

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.