Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.02.1961, Blaðsíða 36
82 KIRKJURITIÐ kirkjuna og innir af höndum margvíslega prestsþjónustu, m. a. fermingu ungmenna. Árið 1954 var þátttaka í guðsþjónustum kirkjunnar 4.7%, en það þýðir, að 1800 kirkjugestir taka þátt í hverri hámessu til jafnaðar. Um 20 kirkjur af 92 í biskups- dæminu eru þá ónotaðar, enda komast þessir 35 prestar ekki yfir að flytja hámessur nema í um 70 kirkjum á hverjum sunnudegi. Þátttaka í guðsþjónustunum hefur færzt í vöxt síð- an 1954 og aðsókn að kvöldmáltíðarborði kirkjunnar fer vax- andi. í hverri messu er borin fram fórn til ýmiss konar kirkju- legs starfs, svo sem kristniboðs, skóla og bókaútgáfu, sem rek- ið er á vegum sænsku kirkjunnar með frjálsum framlögum safnaðarfólks. Á hverju ári safnast til jafnaðar um kr. 3.20 á mann í biskupsdæminu, en íbúar eru um 55 þúsundir, lang- flestir skráðir meðlimir kirkjunnar. Aðeins 358 hafa sagt sig úr kirkjunni eða minna en 1%. Starf presta er mikið. Það er ekki hægt annað en dást að starfi þeirra presta, sem annast einn eða tvo sunnudagaskóla á hverjum sunnudegi, auk hámesstu í tveim kirkjum. Börn eru í æ ríkari mæli borin í kirkju til skírnar og meira en 90% allra ungmenna ganga til fermingar- undirbúnings hjá prestunum. Áhrif fríkirknanna eru samt meiri en tala þeirra, sem gengið hafa úr kirkjunni, gefur til kynna. Flestir fríkirkjumenn halda áfram að vera meðlimir þjóðkirkj- unnar, þótt þeir eigi sitt andlega heimili annars staðar. I Gota sögu, sem skrifuð er á 13. öld, er sagt frá komu Ólafs hins helga Haraldssonar, Noregskonungs, til Gotlands og kristnitöku eins helzta höfðingja eyjarinnar, sem reisti sér bænhús í Akrgarn á austurströndinni, þar sem hinn blessaði konungur tók land. Þar var síðar reist kirkja, helguð Ólafi kon- ungi. Stóð hún úti í hólma, sem enn í dag er kallaður Sankti Ólafshólmur, þótt hann sé ekki lengur umflotinn. Sjást enn leif- ar af fornri kirkju á þessum stað, og þar hefur verið reistur stór trékross til minningar um landtöku hins heilaga konungs. Var mikil helgi á Ólafi konungi á Gotlandi i rómversk-kaþólsk- um sið, og miðstöð dýrkunar hans á norðanverðri eyjunni var í kirkjunni í Larbro. Þar er stór áttstrend kapella, helguð Ólafi konungi, í sjálfum turni kirkjunnar, gegnt háaltarinu. Vegna þessa hlutverks hefur þessi kirkja verið höfð stærri en aðrar sveitakirkjur. Kórinn er mjög stór, altarisbríkin forn með út- skomum líkneskjum af Maríu með barnið, af postulum og písl-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.