Kirkjuritið - 01.02.1961, Page 37
KIRKJURITIÐ
83
arvottum. Fram eftir miðju kirkjugólfinu standa traustar súl-
ur, sem halda uppi hvelfingum kirkjuskipsins. í skjóli við eina
súluna stendur forn skírnarfontur, höggvinn í stein. Nokkrar
fornar myndir, aðallega postulamyndir, hafa verið dregnar
fram á veggjum í kór og kirkjuskipinu. Sérkenni kirkjubygg-
ingarstílsins á Gotlandi eru þessi: stór kór, stutt kirkjuskip,
hvort tveggja með háum og bröttum þökum, og enn fremur
stór og mikill tum, sem gnæfir upp úr skógunum umhverfis.
Turninn er venjulega svo mikilfenglegur, að hann er að vorri
hyggju of stór í samanburði við hina hluta kirkjunnar. Þessi
háreistu guðshús eru tákn um hina sigrandi trú hinna fornu
Gotlendinga, þá von, sem himinköllun Guðs gefur fyrir Jesúm
Krist, það líf, sem er sigurafl vort á dauðans tíð.
Sóknarprestur heitir hinu mjög svo fallega nafni kirkjuhirð-
ir á sænsku. Sóknarpresturinn, sem þjónar kirkjunum í Lárbro
°g Hellvi, Bengt Thure Molander að nafni, er mörgum íslend-
ingum að góðu kunnur, enda hefur hann oft komið til íslands
°g kynnzt lífi og starfi íslenzkrar kirkju í bæ og í sveit. Hann
Hann var framkvæmdastjóri æskulýðsdeildar Alkirkjuráðsins
um allmörg ár og fór þá víða um heim í erindum þess, m. a.
til Islands. Þótt hann hafi kynnzt mörgum þjóðum á ferðum
sínum og séð mörg fegurstu lönd veraldar, hefur hann þó tek-
ið sérstöku ástfóstri við ísland. Hann er tungumálagarpur mik-
hl, eftirsóttur fyrirlesari og virtur meðal safnaða sinna. Hans
bíður sjálfsagt veglegt hlutverk í sænsku kirkjunni síðar meir.
Hann hefur verið afkastamaður mikill þau tvö ár, sem hann
hefur starfað í Lárbro- og Hellvisóknum, og var ég svo lán-
samur að fá að fylgjast með honum og starfi hans í nokkra daga
1 nóvember s. 1. Prestssetrið í Lárbro er rúmlega 150 ára gam-
alt, hlaðið úr steini og með þykkum veggjum eins og kirkjan,
hið vistlegasta hús, og stærra en nokkur biskupsgarður hér á
iandi. Margir koma á prestssetrið, sem erindi eiga við prestinn,
°& þar er mikið starf unnið á skrifstofunni í sambandi við
manntal, aðseturstilkynningar og fleira þess háttar. Þessa þjón-
Ustu í þágu almennings, sem prestar verða lögum samkvæmt
að inna af höndum, verða allir að greiða jafnt, einnig þeir,
sem gengið hafa úr kirkjunni. Þeir síðasttöldu verða að greiða
60% af kirkjugjaldi fyrir þessa þjónustu. Skammt frá prests-
setrinu í Lárbro er elliheimili fyrir 18 vistmenn. Þangað fer