Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.02.1961, Qupperneq 43
KIRKJURITIÐ 89 Indælan blíðan. Og gömlu konurnar, sem ekki sáu út yfir það, sem þær höfðu að gera, klufu þrítugan hamarinn að komast til kirkju sinnar. Þær fundu svo vel, hve gott var að fleygja öllu því daglega og þreytandi úr huganum og lauga andann í hugnæmu efni: Við hásæti guðdómsins bjarta. Margir í þessari sveit hafa lifað í þessu húsi góðar stundir — stighækkandi stundir — sumir verið skírðir, fermdir, giftir — staðið hér á hinum þýðingarmiklu tímamótum lífsins, þar sem allt breiddi út faöminn að lífinu laöandi. Einnig margir liðið hinar sárustu sorgir, þegar menn hafa látið hinar síðustu jarðnesku leifar ástvina niður í skaut náttúrunnar i skjóli þessa húss. En þó hefur það ætíð verið svo, eins og alþýðu- hagyrðingur kvað, að Yfir harma sollinn sjá sé ég bjarma af vonum. Rás tímans og tíðarandans kemur fram alls staðar og í öllu, það sem áður þótti ágætt og fyrirmynd, þykir nú ónothæft. Þannig er það með kirkjuna og þannig er það með okkur sjálf. Þótt við þykjum fyrirmyndarfólk á manndómsárunum, verk okkar góð og uppástungur ágætar, þykjum við sjálf og allar okkar gerðir einskis nýtar, þegar við erum orðin gömul, það er eins og skáldið kvað: Ungur þótti ég með söng. Kirkjan þessi þótti á sínum tíma ágætt hús úr vönduðum viði, stór og björt. En þó, þegar tíminn leið, þóttu gluggarnir of litlir, svo þeir voru stækkaðir. ,,En hvílík birta,“ sagði fólk- ið. Og nú lítum við á allt húsið sem ónothæft. Nú ætlum við að byggja nýja kirkju og er ekki nema gott um það að segja, en athuga skyldum við það, að undirstaðan að þessari byggingu er fyrir löngu lögð, nefnil. með sjóðmynd- un. Það er eitt af hinum vitru og framsýnu mannanna lögum, sem mæla svo fyrir, að leggja ofurlítið fé til hliðar til endur- uýjunar á hinum forgengilegu verkum okkar. Svo í raun og veru er það svo, að kirkjan tekur myndbreytingum í samræmi við tíðarandann og kröfur tímans. Nú reynir á, hve lengi verk okkar standast dóm tímans, en það fer eftir því, hve vel við vöndum þau og hve langsýnir við erum. Athuga skyldum við það, að við byggjum ekki fyrir okkur sjálf eða börnin okkar nema að nokkru, heldur fyrir kynliði komandi tima. Nú verður byggt úr haldbetra efni en áður var notað. Að vísu býst ég ekki við, að kirkja sú, er við

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.